Katrínu sem forseta Stefán Friðrik Stefánsson skrifar 6. maí 2024 18:31 Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs. Það er ómetanlegt fyrir lýðræðið að geta valið úr fjölda frambjóðenda með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu í forsetakosningum. Katrín Jakobsdóttir er hiklaust þar fremst meðal jafningja að mínu mati. Katrín hefur í senn þá reynslu og reisn sem hæfir embættinu. Hef alltaf borið virðingu fyrir Katrínu eftir að leiðir okkar lágu saman í ungliðapólitíkinni fyrir ólíka flokka í byrjun aldarinnar. Hún var einfaldlega þannig gerðar að bera af í hópi stjórnmálamanna í ungliðastarfinu með látlausri reisn. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir hef ég alltaf borið mikið traust til hennar og borið virðingu fyrir hennar verkum í stjórnmálastarfi. Það á nefnilega að vera hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og hlusta á ólík sjónarmið. Það er eiginleiki sem allir þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Katrín varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn sem fáir spáðu langlífi en reyndist heilladrjúg og öflug þegar á reyndi. Forysta hennar og samstarfshæfileikar höfðu mikið um það að segja. Hún leiddi þá stjórn af myndugleik við krefjandi aðstæður í íslensku samfélaginu í gegnum heimsfaraldur og önnur úrlausnarefni. Fáum hefði auðnast að halda betur við stýrið á þjóðarskútunni í þeim ólgusjó. Hún er einfaldlega kona sátta á milli ólíkra sjónarmiða sem leiddi saman ólíkar fylkingar og náði farsælum árangri í samstarfi við ólíka flokka, innan og utan stjórnar. Katrín er líka hugrökk og hvetjandi. Það sást vel þegar á reyndi í samfélagsumræðunni á krefjandi tímum. Slíkur eiginleiki er mikils virði í forsetaembættinu. Hún hefur ríka réttlætiskennd og alltaf talað af virðingu og reisn til þeirra sem hafa verið henni ósammála - með því hafið sig yfir átök af ýmsu tagi svo eftir hefur verið tekið. Ég treysti engum betur en Katrínu til að sinna forsetavaktinni með sóma. Hún hefur staðið í storminum með miklum sóma gegnum árin. Kona reynslu, yfirvegunar og þekkingar á aðstæðum í samfélaginu sem mun standa sig með sóma í forsetahlutverkinu. Kona sem við getum treyst til að vera fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Embætti forseta Íslands er alltaf í mótun. Mikilvægt embætti þegar á reynir. Það sást vel á örlagatímum í forsetatíð Kristjáns Eldjárn og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þjóðhöfðinginn þarf að skynja hjartslátt þjóðar, hafa sannfæringu, kraft og þor jafnt á ljúfum stundum og þegar móti blæs. Það er ómetanlegt fyrir lýðræðið að geta valið úr fjölda frambjóðenda með ólíkan bakgrunn og lífsreynslu í forsetakosningum. Katrín Jakobsdóttir er hiklaust þar fremst meðal jafningja að mínu mati. Katrín hefur í senn þá reynslu og reisn sem hæfir embættinu. Hef alltaf borið virðingu fyrir Katrínu eftir að leiðir okkar lágu saman í ungliðapólitíkinni fyrir ólíka flokka í byrjun aldarinnar. Hún var einfaldlega þannig gerðar að bera af í hópi stjórnmálamanna í ungliðastarfinu með látlausri reisn. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir hef ég alltaf borið mikið traust til hennar og borið virðingu fyrir hennar verkum í stjórnmálastarfi. Það á nefnilega að vera hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum og hlusta á ólík sjónarmið. Það er eiginleiki sem allir þurfa að tileinka sér til að ná árangri. Katrín varð forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn sem fáir spáðu langlífi en reyndist heilladrjúg og öflug þegar á reyndi. Forysta hennar og samstarfshæfileikar höfðu mikið um það að segja. Hún leiddi þá stjórn af myndugleik við krefjandi aðstæður í íslensku samfélaginu í gegnum heimsfaraldur og önnur úrlausnarefni. Fáum hefði auðnast að halda betur við stýrið á þjóðarskútunni í þeim ólgusjó. Hún er einfaldlega kona sátta á milli ólíkra sjónarmiða sem leiddi saman ólíkar fylkingar og náði farsælum árangri í samstarfi við ólíka flokka, innan og utan stjórnar. Katrín er líka hugrökk og hvetjandi. Það sást vel þegar á reyndi í samfélagsumræðunni á krefjandi tímum. Slíkur eiginleiki er mikils virði í forsetaembættinu. Hún hefur ríka réttlætiskennd og alltaf talað af virðingu og reisn til þeirra sem hafa verið henni ósammála - með því hafið sig yfir átök af ýmsu tagi svo eftir hefur verið tekið. Ég treysti engum betur en Katrínu til að sinna forsetavaktinni með sóma. Hún hefur staðið í storminum með miklum sóma gegnum árin. Kona reynslu, yfirvegunar og þekkingar á aðstæðum í samfélaginu sem mun standa sig með sóma í forsetahlutverkinu. Kona sem við getum treyst til að vera fulltrúi okkar á alþjóðavettvangi hér eftir sem hingað til. Höfundur er varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun