Svik forsetaframbjóðanda við börnin á Gaza Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2024 13:01 Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu. Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“. Salurinn er nefndur til heiðurs Hind Rajab, sex ára gömlu stúlkunni sem var myrt af Ísraelsher. Sagan hennar Hind er svona: Fjölskylda Hind var að flýja Gazaborg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á bílinn, og drap öll sem í bílnum voru nema Hind litlu, en þó náði 15 ára frændi hennar sambandi við neyðarlínu Rauða Hálfmánans áður en hann lést. Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“ Þegar Palestínski Rauði Hálfmáninn sendi strax sjúkrabíl af stað til að ná í litlu stúlkuna, lét hann ísraelsk yfirvöld vita af ferð sinni, enda svæðið umsetið af ísraelska hernum. En sjúkrabíllinn fékk ekki að komast alla leið til Hind, heldur var ráðist á hann og sjúkraliðarnir tveir innanborðs drepnir. Hind fannst 12 dögum síðar, inni í bílnum, dáin. Eftir þessari stúlku nefndu stúdentar salinn. Ekki eftir pólitískum leiðtoga eða frægri baráttumanneskju gegn síonisma. Heldur hinni sex ára gömlu Hind. Þetta eru falleg mótmæli, því þarna er ungt fólk og kennarar þeirra að berjast fyrir mennskunni. Það er erfitt að sjá lögregluna beita stúdenta sem prófessora ofbeldi og berja niður tjáningarfrelsi þeirra, það ætti allt talsfólk tjáningarfrelsis að láta sig varða. En svo virðist raunar sem flestum sjálfskipuðum fulltrúum tjáningarfrelsis á Íslandi síðustu ár hafi bara verið umhugað um tjáningarfrelsi til að segja eitthvað ljótt við aðra, en sé drull um það þegar það er notað til að berjast fyrir lífinu sjálfu. Þessi hryllingur sem palestínska þjóðin er að ganga í gegnum er á þannig stigi að það er óeðlilegt að tjá sig ekki um hann. Ekkert okkar getur falið sig á bak við að vera ekki upplýst - sönnunargögnin eru út um allt internetið. Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði. Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur. Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum? Svo ekki halda niðrí ykkur andanum eftir því að fólk hætti að ræða þessi svik Katrínar við mennskuna - við munum aldrei gleyma þeim. Höfundur er sviðslistakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Stúdentar í Columbia-háskóla hafa nú mótmælt þjóðarmorðinu á Gaza dögum saman, mótmælin hafa breiðst út um háskóla um öll Bandaríkin, minna á mótmæli stúdenta gegn Víetnam-stríðinu. Stúdentar tóku meðal annars yfir svokallaðan Hamilton-sal Columbia-háskólans, og gáfu honum nýtt nafn við mikinn fögnuð mótmælenda: „Hind Hall“. Salurinn er nefndur til heiðurs Hind Rajab, sex ára gömlu stúlkunni sem var myrt af Ísraelsher. Sagan hennar Hind er svona: Fjölskylda Hind var að flýja Gazaborg á bíl þegar ísraelskur skriðdreki skaut á bílinn, og drap öll sem í bílnum voru nema Hind litlu, en þó náði 15 ára frændi hennar sambandi við neyðarlínu Rauða Hálfmánans áður en hann lést. Við tóku óbærilegustu klukkustundir sem hægt er að ímynda sér fyrir nokkra manneskju, hvað þá sex ára gamla stúlku, þar sem hún var í símanum við neyðarlínuna í heilar þrjár klukkustundir að bíða eftir aðstoð. Upptaka úr símtalinu var síðar birt, og litla stúlkan segir endurtekið: „Ég er svo hrædd, geriði það, komiði. Komiði og náið í mig. Geriði það, komið til mín“ Þegar Palestínski Rauði Hálfmáninn sendi strax sjúkrabíl af stað til að ná í litlu stúlkuna, lét hann ísraelsk yfirvöld vita af ferð sinni, enda svæðið umsetið af ísraelska hernum. En sjúkrabíllinn fékk ekki að komast alla leið til Hind, heldur var ráðist á hann og sjúkraliðarnir tveir innanborðs drepnir. Hind fannst 12 dögum síðar, inni í bílnum, dáin. Eftir þessari stúlku nefndu stúdentar salinn. Ekki eftir pólitískum leiðtoga eða frægri baráttumanneskju gegn síonisma. Heldur hinni sex ára gömlu Hind. Þetta eru falleg mótmæli, því þarna er ungt fólk og kennarar þeirra að berjast fyrir mennskunni. Það er erfitt að sjá lögregluna beita stúdenta sem prófessora ofbeldi og berja niður tjáningarfrelsi þeirra, það ætti allt talsfólk tjáningarfrelsis að láta sig varða. En svo virðist raunar sem flestum sjálfskipuðum fulltrúum tjáningarfrelsis á Íslandi síðustu ár hafi bara verið umhugað um tjáningarfrelsi til að segja eitthvað ljótt við aðra, en sé drull um það þegar það er notað til að berjast fyrir lífinu sjálfu. Þessi hryllingur sem palestínska þjóðin er að ganga í gegnum er á þannig stigi að það er óeðlilegt að tjá sig ekki um hann. Ekkert okkar getur falið sig á bak við að vera ekki upplýst - sönnunargögnin eru út um allt internetið. Samt hefur utanríkisráðherra Íslands ekki fordæmt ódæðin einu sinni. Ekki einu sinni. Mikið skammast ég mín fyrir hana, og líka fyrir þann sem sinnti embættinu síðustu mánuði. Og mikið skammast ég mín fyrir forsætisráðherrann, nú forsetaframbjóðandann, sem beitti sér ekki á meðan hún gat, heldur leyfði Bjarna Ben að segjast stöðva greiðslur til UNRWA og tók enga afstöðu með Palestínu í verki. Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur. Það er of stór glæpur til að fyrirgefa, og þið elskur sem ætlið að kjósa Katrínu ykkar þrátt fyrir það allt, megið lesa söguna um Hind aftur. Var hún svo valdalaus og aum í æðstu valdastöðu, að hún hefði ekki einu sinni getað fordæmt Ísrael berum orðum fyrir drápið á Hind? Og ekki á hinum 14.000 börnunum? Hvað hefði þurft mörg börn eins og Hind til að hún hefði talað fyrir slitum á stjórnmálasambandi við Ísrael eða öðrum þvingunaraðgerðum? Svo ekki halda niðrí ykkur andanum eftir því að fólk hætti að ræða þessi svik Katrínar við mennskuna - við munum aldrei gleyma þeim. Höfundur er sviðslistakona.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun