Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 10:52 Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar að morgni mánudagsins 25. mars. Stöð 2 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri segir að hægt verði að svara því á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir íslenskum karlmanni um fertugt sem handtekinn var vegna málsins í lok aprílmánaðar. Núverandi gæsluvarðhald rennur út á morgun. Gunnar vildi ekki svara því hvort að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins eða um þá peningaupphæð sem maðurinn sem nú sé í gæsluvarðhaldi hafi sett í spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum HHÍ og hafi maðurinn verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku svo á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti síðar um daginn eftir Toyotu Yaris bílnum án þess að greina frá ástæðum þess. Fyrst var greint frá þjófnaðinum daginn eftir. Töskurnar sjö fundust síðar; tvær við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa á Esjumelum, ekki langt frá Ístaki. Töskurnar voru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti ef reynt er að brjótast inn í töskurnar. Sagði lögregla að vísbendingar væru um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum, en þó ekki öllum. Notast hafði verið við slípirokk til að opna töskurnar. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42 Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Fleiri fréttir Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Sjá meira
Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri segir að hægt verði að svara því á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir íslenskum karlmanni um fertugt sem handtekinn var vegna málsins í lok aprílmánaðar. Núverandi gæsluvarðhald rennur út á morgun. Gunnar vildi ekki svara því hvort að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins eða um þá peningaupphæð sem maðurinn sem nú sé í gæsluvarðhaldi hafi sett í spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum HHÍ og hafi maðurinn verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku svo á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti síðar um daginn eftir Toyotu Yaris bílnum án þess að greina frá ástæðum þess. Fyrst var greint frá þjófnaðinum daginn eftir. Töskurnar sjö fundust síðar; tvær við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa á Esjumelum, ekki langt frá Ístaki. Töskurnar voru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti ef reynt er að brjótast inn í töskurnar. Sagði lögregla að vísbendingar væru um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum, en þó ekki öllum. Notast hafði verið við slípirokk til að opna töskurnar.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42 Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Fleiri fréttir Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Sjá meira
Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42
Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01