Hvað er eiginlega að gerast? Inga Minelgaite skrifar 6. maí 2024 07:30 Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stjórnun Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar