Leikskólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og nýárs Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. maí 2024 14:30 Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar, sem fór yfir ýmis mál á fundinum í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar og einn af bæjarfulltrúum D-listans í Árborg, sem er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn var með opinn fund í gær hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg þar sem hún fjallaði um ýmis mál, m.a. leikskólamál í sveitarfélaginu. Sérstakt tilraunaverkefni mun hefjast 1. ágúst í sumar, sem mun standa yfir í ár með starfsemi leikskólanna. „Við ætlum að vera með skráningardaga þar sem það verður skráning í dymbilviku og í haust og vetrarfríum og síðan verður leikskólinn opinn til klukkan 14:00 á föstudögum en skráningartímar verða frá 14:00 til 16:15 en eina skerðingin sem verður, en við verðum með lokað á milli jóla- og nýárs,“ segir Brynhildur. Í Árborg eru sex leikskólar með um 660 börnum og um 180 starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson 1. ágúst í sumar breytist leikskólinn Árbær á Selfossi í Hjallastefnuleikskóla og verður þar með einkarekin. „Mér líst bara mjög vel á það, það held ég allavega að sé bara gott skref. Þetta er til þess að auka val foreldra ef foreldrar óska eftir því að fara í svona einkarekna leikskóla,“ segir Brynhildur. Á fundinum nefndi Brynhildur áhyggjur af menntun leikskólakennara, hver er staðan þar í Árborg? „Það hefur bara verið áhyggjuefni og það sýnir sig að eftir að leyfið varð eitt leyfisbréf þá hefur tilhneigingin verðið sú að leikskólakennarar hafa verið að færast upp í grunnskóla og ekki komið til baka. Og það er alveg fækkun á menntunarstigi í leikskólum þannig að það er áhyggjuefni fyrir þá sem eru að reka leikskóla, leikskólastjórar,“ segir Brynhildur. Glæra sem Brynhildur varpaði upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Önnur glæra, sem Brynhildur var með á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leikskólar Jól Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar og einn af bæjarfulltrúum D-listans í Árborg, sem er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn var með opinn fund í gær hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg þar sem hún fjallaði um ýmis mál, m.a. leikskólamál í sveitarfélaginu. Sérstakt tilraunaverkefni mun hefjast 1. ágúst í sumar, sem mun standa yfir í ár með starfsemi leikskólanna. „Við ætlum að vera með skráningardaga þar sem það verður skráning í dymbilviku og í haust og vetrarfríum og síðan verður leikskólinn opinn til klukkan 14:00 á föstudögum en skráningartímar verða frá 14:00 til 16:15 en eina skerðingin sem verður, en við verðum með lokað á milli jóla- og nýárs,“ segir Brynhildur. Í Árborg eru sex leikskólar með um 660 börnum og um 180 starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson 1. ágúst í sumar breytist leikskólinn Árbær á Selfossi í Hjallastefnuleikskóla og verður þar með einkarekin. „Mér líst bara mjög vel á það, það held ég allavega að sé bara gott skref. Þetta er til þess að auka val foreldra ef foreldrar óska eftir því að fara í svona einkarekna leikskóla,“ segir Brynhildur. Á fundinum nefndi Brynhildur áhyggjur af menntun leikskólakennara, hver er staðan þar í Árborg? „Það hefur bara verið áhyggjuefni og það sýnir sig að eftir að leyfið varð eitt leyfisbréf þá hefur tilhneigingin verðið sú að leikskólakennarar hafa verið að færast upp í grunnskóla og ekki komið til baka. Og það er alveg fækkun á menntunarstigi í leikskólum þannig að það er áhyggjuefni fyrir þá sem eru að reka leikskóla, leikskólastjórar,“ segir Brynhildur. Glæra sem Brynhildur varpaði upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Önnur glæra, sem Brynhildur var með á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leikskólar Jól Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira