Leikskólar Árborgar verða lokaðir á milli jóla- og nýárs Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. maí 2024 14:30 Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar, sem fór yfir ýmis mál á fundinum í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt tilraunaverkefni er að hefjast í leikskólum Árborgar þar sem ákveðið hefur verið að leikskólar verði lokaðir á mill jóla- og nýárs. Þá hefur menntuðum leikskólakennurum fækkað í leikskólum Árborgar, sem er mikið áhyggjuefni en sex leikskólar eru í sveitarfélaginu með um 660 börnum. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar og einn af bæjarfulltrúum D-listans í Árborg, sem er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn var með opinn fund í gær hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg þar sem hún fjallaði um ýmis mál, m.a. leikskólamál í sveitarfélaginu. Sérstakt tilraunaverkefni mun hefjast 1. ágúst í sumar, sem mun standa yfir í ár með starfsemi leikskólanna. „Við ætlum að vera með skráningardaga þar sem það verður skráning í dymbilviku og í haust og vetrarfríum og síðan verður leikskólinn opinn til klukkan 14:00 á föstudögum en skráningartímar verða frá 14:00 til 16:15 en eina skerðingin sem verður, en við verðum með lokað á milli jóla- og nýárs,“ segir Brynhildur. Í Árborg eru sex leikskólar með um 660 börnum og um 180 starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson 1. ágúst í sumar breytist leikskólinn Árbær á Selfossi í Hjallastefnuleikskóla og verður þar með einkarekin. „Mér líst bara mjög vel á það, það held ég allavega að sé bara gott skref. Þetta er til þess að auka val foreldra ef foreldrar óska eftir því að fara í svona einkarekna leikskóla,“ segir Brynhildur. Á fundinum nefndi Brynhildur áhyggjur af menntun leikskólakennara, hver er staðan þar í Árborg? „Það hefur bara verið áhyggjuefni og það sýnir sig að eftir að leyfið varð eitt leyfisbréf þá hefur tilhneigingin verðið sú að leikskólakennarar hafa verið að færast upp í grunnskóla og ekki komið til baka. Og það er alveg fækkun á menntunarstigi í leikskólum þannig að það er áhyggjuefni fyrir þá sem eru að reka leikskóla, leikskólastjórar,“ segir Brynhildur. Glæra sem Brynhildur varpaði upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Önnur glæra, sem Brynhildur var með á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Leikskólar Jól Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Brynhildur Jónsdóttir, formaður fræðslu- og frístundanefndar Árborgar og einn af bæjarfulltrúum D-listans í Árborg, sem er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn var með opinn fund í gær hjá Sjálfstæðisflokknum í Árborg þar sem hún fjallaði um ýmis mál, m.a. leikskólamál í sveitarfélaginu. Sérstakt tilraunaverkefni mun hefjast 1. ágúst í sumar, sem mun standa yfir í ár með starfsemi leikskólanna. „Við ætlum að vera með skráningardaga þar sem það verður skráning í dymbilviku og í haust og vetrarfríum og síðan verður leikskólinn opinn til klukkan 14:00 á föstudögum en skráningartímar verða frá 14:00 til 16:15 en eina skerðingin sem verður, en við verðum með lokað á milli jóla- og nýárs,“ segir Brynhildur. Í Árborg eru sex leikskólar með um 660 börnum og um 180 starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson 1. ágúst í sumar breytist leikskólinn Árbær á Selfossi í Hjallastefnuleikskóla og verður þar með einkarekin. „Mér líst bara mjög vel á það, það held ég allavega að sé bara gott skref. Þetta er til þess að auka val foreldra ef foreldrar óska eftir því að fara í svona einkarekna leikskóla,“ segir Brynhildur. Á fundinum nefndi Brynhildur áhyggjur af menntun leikskólakennara, hver er staðan þar í Árborg? „Það hefur bara verið áhyggjuefni og það sýnir sig að eftir að leyfið varð eitt leyfisbréf þá hefur tilhneigingin verðið sú að leikskólakennarar hafa verið að færast upp í grunnskóla og ekki komið til baka. Og það er alveg fækkun á menntunarstigi í leikskólum þannig að það er áhyggjuefni fyrir þá sem eru að reka leikskóla, leikskólastjórar,“ segir Brynhildur. Glæra sem Brynhildur varpaði upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Önnur glæra, sem Brynhildur var með á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Leikskólar Jól Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira