Stórbætum samgöngur Logi Einarsson skrifar 3. maí 2024 11:16 Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Samgöngur Alþingi Byggðamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar