„Fann það þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 20:56 Systkinin Aron Már og Birta Líf Ólafsbörn. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að illa færi þegar eldur kviknaði í gróðri við sumarbústað í Borgarfirði í gær. Eldurinn breiddist út á ógnarhraða út frá örlitlum neista og eigendurnir stóðu eftir bjargarlausir. Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“ Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“
Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15
Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27