„Fann það þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2024 20:56 Systkinin Aron Már og Birta Líf Ólafsbörn. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að illa færi þegar eldur kviknaði í gróðri við sumarbústað í Borgarfirði í gær. Eldurinn breiddist út á ógnarhraða út frá örlitlum neista og eigendurnir stóðu eftir bjargarlausir. Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“ Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Systkinin Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir hafa undanfarna mánuði verið að byggja sér sumarbústað í þéttri sumarbústaðabyggð í Munaðarnesi í Borgarfirði, steinsnar frá sumarbústað föður þeirra. Framkvæmdir standa enn sem hæst og vatn ekki enn komið á. Feðgarnir voru að snyrta tré fyrir framan annan bústaðinn með vélsög í gær þegar neisti úr söginni barst í gróður við fætur þeirra og upp blossaði eldur. „Ég sé að það er búinn að myndast smá eldur þarna þannig ég fer og slekk hann. Svo lít ég til hliðar og þar er annar eldur aðeins lengra í burtu og ég fer og slekk hann. Svo er allt í einu komin eldur á öðrum stað. Þetta byrjaði að dreifa sér undir mosanum. Og svo allt í einu bara... ekkert sem ég gat gert.“ Tvær mínútur liðu frá því Birta varð fyrst vör við að eitthvað gengi á og þar til hún áttaði sig á umfanginu. „Ég hleyp út og þá er allt logandi. Og sáum þetta færast svo hratt í átt að okkar bústað þar sem við vorum með alla krakkana,“ segir Birta. Bálið varð stjórnlaust á örskotsstundu og hringt var á slökkvilið. Aron og fleiri vaskir menn reyndu þó eftir bestu getu að hafa hemil á eldinum. Aron var raunar svo útsettur fyrir reyknum að honum var gefið súrefni á vettvangi. „Svo festumst við inni á einhverjum tímapunkti, fengum gusu af reyk yfir okkur. Þetta var hræðilegt. Og þegar ég tala um þetta núna... ég fann það alveg þegar ég vaknaði í morgun að þetta var lúmskt áfall,“ segir Aron. Þá mátti litlu muna að annar bústaðurinn yrði eldinum að bráð. „Ég held að slökkviliðið hafi sagt við eitthvert okkar að við höfum verið tveimur mínútum frá því að missa bústaðinn hans pabba.“ Slökkviliðið réð loks niðurlögum eldsins en systkinin vilja verða öðrum víti til varnaðar. „Fara varlega í sveitnni!“ segir Aron. „Og þú stjórnar ekki náttúrunni, hún ræður svolítið,“ bætir Birta við áður en Aron grípur boltann aftur. „Vera viðbúin! Vera með drasl til að slökkva svona dót. Við vorum ekki með það.“
Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15 Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Sinueldur í Munaðarneslandi Sinueldur logar í Munaðarneslandi á Vesturlandi. Viðbragðsaðilum hefur tekist að ná tökum á brunanum en enn logar í einhverjum glæðum. Svæðið sem brann var ekki stórt en á mjög erfiðu svæði þar sem eldurinn átti upptök sín í birkiskógi. 1. maí 2024 16:15
Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25. apríl 2024 14:27