Bakarí og veitingastaður opna í Grindavík á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2024 11:11 Hérastubbur opnaði dyr sínar á ný í dag. Vísir/Vilhelm Veitingastaður og bakarí í Grindavík voru opnuð á ný í Grindavík í dag. Lögreglustjórinn telur viðbragðsaðila hafa ágætis tíma til að rýma bæinn komi til nýs eldgoss á svæðinu. Þrátt fyrir óvissu um nýtt eldgos á Reykjanesskaga opnaði bakarí Hérastubbs bakara í Grindavík dyr sínar á ný í morgun. Eigendur veitingastaðarins Papa's Pizza í Grindavík stefna á slíkt hið sama og verður fyrsta opnunin þar í langan tíma í dag. Hægt verður að fá sér pizzu á Papa's Pizza í dag.Grindavíkurbær Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að þrátt fyrir að hann mæli ekki með því að vera í bænum telji viðbragðsaðilar sig fá ágætis tíma til að rýma bæinn verði vendingar við gosstöðvarnar norðan við Grindavík. Vísbendingar eru um að það gæti dregið til tíðinda þar á næstunni. „Það er hætta á hraunflæði samkvæmt uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. En við teljum okkar hafa mjög góðan og rúman tíma ef að við fáum nýtt gos ofan í það sem nú er. Þá teljum við okkur hafa ágætis svigrúm til þess að rýma bæinn. Þetta er auðvitað fjöldi sem dvelur í bænum yfir daginn en rýming bæjarins tæki skamman tíma,“ segir Úlfar. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Gist er í um tuttugu húsum á hverri nóttu í bænum en á svæðinu eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleiri viðbragðsaðilar. Um þrjú hundruð manns starfa í bænum á hverjum einasta degi. „Það er búið að girða af hættuleg svæði inni í bænum. Og varnarorðin eru alltaf þau sömu, að fólk haldi sig við akbrautir og gangbrautir. En bærinn er ágætlega varinn hvað þetta varðar,“ segir Úlfar. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og enn er einhver smáskjálftavirkni á svæðinu sem er að aukast örlítið. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu síðan í gær og enn mallar í gígnum. Grindavík Veitingastaðir Lögreglumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bakarí Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þrátt fyrir óvissu um nýtt eldgos á Reykjanesskaga opnaði bakarí Hérastubbs bakara í Grindavík dyr sínar á ný í morgun. Eigendur veitingastaðarins Papa's Pizza í Grindavík stefna á slíkt hið sama og verður fyrsta opnunin þar í langan tíma í dag. Hægt verður að fá sér pizzu á Papa's Pizza í dag.Grindavíkurbær Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að þrátt fyrir að hann mæli ekki með því að vera í bænum telji viðbragðsaðilar sig fá ágætis tíma til að rýma bæinn verði vendingar við gosstöðvarnar norðan við Grindavík. Vísbendingar eru um að það gæti dregið til tíðinda þar á næstunni. „Það er hætta á hraunflæði samkvæmt uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. En við teljum okkar hafa mjög góðan og rúman tíma ef að við fáum nýtt gos ofan í það sem nú er. Þá teljum við okkur hafa ágætis svigrúm til þess að rýma bæinn. Þetta er auðvitað fjöldi sem dvelur í bænum yfir daginn en rýming bæjarins tæki skamman tíma,“ segir Úlfar. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Gist er í um tuttugu húsum á hverri nóttu í bænum en á svæðinu eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleiri viðbragðsaðilar. Um þrjú hundruð manns starfa í bænum á hverjum einasta degi. „Það er búið að girða af hættuleg svæði inni í bænum. Og varnarorðin eru alltaf þau sömu, að fólk haldi sig við akbrautir og gangbrautir. En bærinn er ágætlega varinn hvað þetta varðar,“ segir Úlfar. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og enn er einhver smáskjálftavirkni á svæðinu sem er að aukast örlítið. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu síðan í gær og enn mallar í gígnum.
Grindavík Veitingastaðir Lögreglumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bakarí Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira