Heimilisleysi blasir við öryrkjum Svanberg Hreinsson skrifar 2. maí 2024 09:30 Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði. Fáir öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana flestir áður en þeir urðu öryrkjar. Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum áratug og leigjendur horfa upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári samhliða hækkandi leiguverði. Þessa þróun þekki ég vel. Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat. Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður. Undirstaða alls stöðuleika er húsnæðisöryggi. Fátækt fólk á Íslandi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og fleiri jaðarsettir hópar hafa lítið sem ekkert húsnæðisöryggi. Fjölskyldur sem ekki eiga fasteign þurfa margar að flytja á hverju ári, líkt og á fardögum fyrri tíða. Þetta þýðir að börn leigjenda festa engar rætur, upplifa engan stöðuleika. Þeirra líf mun litast af baráttu foreldra þeirra fyrir þaki yfir höfuðið Nú hefur sitjandi ríkisstjórn verið við völd í nær sjö ár og gert lítið annað en að skilja húsnæðismálin eftir í sætum graut. Af hverju í ósköpunum er ekki búið að grípa til aðgerða sem skila raunverulegum árangri? Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda ýtir undir frekari verðbólgu, aukna stéttaskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna. Fátækt vex og kaupmáttur dregst saman. Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði. Fáir öryrkjar eiga fasteign og þeir öryrkjar sem eiga fasteign eignuðust hana flestir áður en þeir urðu öryrkjar. Húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 160% á undanförnum áratug og leigjendur horfa upp á kaupmátt sinn rýrna ár frá ári samhliða hækkandi leiguverði. Þessa þróun þekki ég vel. Sem öryrki greiddi ég um síðustu mánaðamót 62% af ráðstöfunartekjum mínum í húsaleigu. Síðan greiddi ég 3,5% af mínum tekjum til lífsnauðsynlegra lyfjakaupa. Sem sagt, 65,5% í leigu og lyf. Þá á eftir að greiða fyrir hita, rafmagn, síma og internet, tryggingar og mat. Þrátt fyrir að lifa mjög hógværu lífi, þá mun óbreyttur húsnæðismarkaður setja mig á götuna. Ég er ekki einn í þessari stöðu. Þúsundir öryrkja glíma við svipaðar og jafnvel erfiðari aðstæður. Undirstaða alls stöðuleika er húsnæðisöryggi. Fátækt fólk á Íslandi, öryrkjar, einstæðir foreldrar og fleiri jaðarsettir hópar hafa lítið sem ekkert húsnæðisöryggi. Fjölskyldur sem ekki eiga fasteign þurfa margar að flytja á hverju ári, líkt og á fardögum fyrri tíða. Þetta þýðir að börn leigjenda festa engar rætur, upplifa engan stöðuleika. Þeirra líf mun litast af baráttu foreldra þeirra fyrir þaki yfir höfuðið Nú hefur sitjandi ríkisstjórn verið við völd í nær sjö ár og gert lítið annað en að skilja húsnæðismálin eftir í sætum graut. Af hverju í ósköpunum er ekki búið að grípa til aðgerða sem skila raunverulegum árangri? Núverandi húsnæðisstefna stjórnvalda ýtir undir frekari verðbólgu, aukna stéttaskiptingu og rótleysi barnafjölskyldna. Fátækt vex og kaupmáttur dregst saman. Vonleysið sem öryrkjar upplifa er í boði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun