Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum? Gunnar Hersveinn skrifar 2. maí 2024 09:01 Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun