Jákvæður orðaforði eykur hamingju og vellíðan Helga Fjóla Sæmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 07:01 Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mannauðsmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun