Íslensk stjórnvöld haldin „sjúkri undirgefni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 15:27 Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum. Vísir/Bjarni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð í garð íslenskra stjórnvalda í ræðu hennar á útifundi á Ingólfstorgi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í dag. Hún segir íslensk stjórnvöld haldin sjúkri undirgefni gagnvart Bandaríkjunum. Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira