Að velja forseta Stefán Bogi Sveinsson skrifar 30. apríl 2024 12:30 Forsetakosningar eru ólíkar öllum öðrum kosningum. Þegar við kjósum okkur forseta er þjóðin að velja sér trúnaðarmanneskju, einstakling sem við treystum til að bregðast rétt við þegar viðbragða er þörf. Við ætlumst til þess að forseti geti stýrt málum og tryggt að mynduð verði ríkisstjórn með fullnægjandi stuðning á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Við þurfum að treysta dómgreind forseta til að taka ákvörðun um hvort vísa á lögum settum af þessu sama Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem ber aldrei að taka af léttúð eða á grundvelli persónulegra skoðana, heldur aðeins ef forseti metur það svo að brýna nauðsyn beri til. Þegar við horfum til þessara þátta er ljóst að embætti forseta er ekki ópólitískt í eðli sínu, þó það sé ekki flokkspólitískt, og það er kannski þess vegna sem Íslendingar hafa oft leitað til stjórnmálafólks til að gegna því, en helmingur þeirra sem setið hafa í embættinu til þessa höfðu bakgrunn í pólitík. En forsetaembættið er líka annað og meira en það sem ég er búinn að nefna. Forseti þarf að bera skynbragð á sögu og samfélag okkar og geta á þeim grunni stigið fram og orðað það sem sameinar okkur sem þjóð. Orðað ófrávíkjanleg gildi okkar eins og lýðræði og mannréttindi öllum til handa. Orðað það sem okkur er dýrmætast eins og tungumálið og náttúruna. Forseti þarf að geta leitt okkur í einlægum fögnuði og þjóðarstolti yfir afrekum Íslendinga á sviði menningar, íþrótta og hverju því öðru sem við stöndum sameinuð að baki. En forseti þarf líka að geta komið sameiginlegum harmi okkar og þjóðarsorg í orð þegar áföll dynja á. Forsetaembættið er óvenjulegt og fyrir vikið þarf manneskju með óvenjulegar gáfur og hæfileika til að sinna því. Það er enginn vafi í mínum huga að Katrín Jakobsdóttir er þess konar manneskja. Hún hefur til að bera gríðarlega reynslu og þekkingu á samfélaginu okkar, stjórnskipan, menningu og tungumáli og hún er hlý, mannleg og einlæg í öllu sem hún gerir. Hún er að mínu mati best til þess fallin af öllum að sinna þessu krefjandi verkefni. Ég mun þess vegna greiða Katrínu atkvæði mitt í komandi forsetakosningum og treysti því að þjóðinni beri gæfa til þess að velja hana sem forseta Íslands. Höfundur er lögfræðingur og héraðsskjalavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ólíkar öllum öðrum kosningum. Þegar við kjósum okkur forseta er þjóðin að velja sér trúnaðarmanneskju, einstakling sem við treystum til að bregðast rétt við þegar viðbragða er þörf. Við ætlumst til þess að forseti geti stýrt málum og tryggt að mynduð verði ríkisstjórn með fullnægjandi stuðning á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Við þurfum að treysta dómgreind forseta til að taka ákvörðun um hvort vísa á lögum settum af þessu sama Alþingi í þjóðaratkvæðagreiðslu, ákvörðun sem ber aldrei að taka af léttúð eða á grundvelli persónulegra skoðana, heldur aðeins ef forseti metur það svo að brýna nauðsyn beri til. Þegar við horfum til þessara þátta er ljóst að embætti forseta er ekki ópólitískt í eðli sínu, þó það sé ekki flokkspólitískt, og það er kannski þess vegna sem Íslendingar hafa oft leitað til stjórnmálafólks til að gegna því, en helmingur þeirra sem setið hafa í embættinu til þessa höfðu bakgrunn í pólitík. En forsetaembættið er líka annað og meira en það sem ég er búinn að nefna. Forseti þarf að bera skynbragð á sögu og samfélag okkar og geta á þeim grunni stigið fram og orðað það sem sameinar okkur sem þjóð. Orðað ófrávíkjanleg gildi okkar eins og lýðræði og mannréttindi öllum til handa. Orðað það sem okkur er dýrmætast eins og tungumálið og náttúruna. Forseti þarf að geta leitt okkur í einlægum fögnuði og þjóðarstolti yfir afrekum Íslendinga á sviði menningar, íþrótta og hverju því öðru sem við stöndum sameinuð að baki. En forseti þarf líka að geta komið sameiginlegum harmi okkar og þjóðarsorg í orð þegar áföll dynja á. Forsetaembættið er óvenjulegt og fyrir vikið þarf manneskju með óvenjulegar gáfur og hæfileika til að sinna því. Það er enginn vafi í mínum huga að Katrín Jakobsdóttir er þess konar manneskja. Hún hefur til að bera gríðarlega reynslu og þekkingu á samfélaginu okkar, stjórnskipan, menningu og tungumáli og hún er hlý, mannleg og einlæg í öllu sem hún gerir. Hún er að mínu mati best til þess fallin af öllum að sinna þessu krefjandi verkefni. Ég mun þess vegna greiða Katrínu atkvæði mitt í komandi forsetakosningum og treysti því að þjóðinni beri gæfa til þess að velja hana sem forseta Íslands. Höfundur er lögfræðingur og héraðsskjalavörður.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar