Kennslustund í „selfies“ Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2024 11:30 AÐ GEFNU TILEFNI! Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér „selfie“ til að gera augnablikið ódauðlegt. Þá er gott að minna á þessa kennslustund mína í „selfies“. Þetta var ekki vandamál fyrr en símar tóku við myndavélunum og við fórum öll að taka mynd af sjálfum okkur. Áður fyrr þá var fólk með myndavélar og þá horfði maður í átt að linsu á myndavélinni á meðan einhver annar tók af manni myndina. Það sama á við um símann, á honum er linsa og það er vert að leita að henni á símanum. Á mínum iPhone er hún þarna efst, vinstra megin við miðju. Annars eru hér heilu kynslóðirnar að taka af sér mynd og stara á sjálf sig á meðan myndin er tekin: ÞAÐ ER RANGT. HORFA SKAL Í LINSUNA. EKKI Á MYNDINA SEM BIRTIST Á SKJÁNUM, HELDUR Í LINSU. Annars lítiði öll út fyrir að vera að fá heilablóðfall. Það kemst alltaf upp um þig. Meðvitundin um eigið útlit að drepa þig. Horfðu í linsuna! Útkoman verður betri! Ég sver það! Er ljósmyndakassi í brúðkaupinu? Afmælinu? Partýinu? SAMA AÐFERÐ! HORFA Í LINSU! Það er oft svona miði sem á stendur „LOOK HERE!“. Það þýðir HORFA HÉR! Í linsuna! Þetta er afkáralegt á hópmyndum þegar helmingur hópsins horfir á sjálfan sig og hinn helmingurinn horfir á „LOOK HERE!“. Það kemst þá upp um þau óöruggu með sjálfsefann og meðvitundina, bara geta ekki annað en athugað hvort þau séu ekki ægilega sæt. RANGT, EKKI SÆT HELDUR MEÐ HEILABLÓÐFALLSLÚKKIÐ. En það er allt betra ef þú bara horfir í linsuna. Vinstri mynd: HORFT Í LINSU. Hægri mynd: SJÁLFHVERFT HEILABLÓÐFALL. Nei, ég er ekki vond við þig. Ég er að hjálpa þér. Nú ferðu að skrolla og áttar þig á að allar myndirnar þínar eru ónýtar. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
AÐ GEFNU TILEFNI! Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér „selfie“ til að gera augnablikið ódauðlegt. Þá er gott að minna á þessa kennslustund mína í „selfies“. Þetta var ekki vandamál fyrr en símar tóku við myndavélunum og við fórum öll að taka mynd af sjálfum okkur. Áður fyrr þá var fólk með myndavélar og þá horfði maður í átt að linsu á myndavélinni á meðan einhver annar tók af manni myndina. Það sama á við um símann, á honum er linsa og það er vert að leita að henni á símanum. Á mínum iPhone er hún þarna efst, vinstra megin við miðju. Annars eru hér heilu kynslóðirnar að taka af sér mynd og stara á sjálf sig á meðan myndin er tekin: ÞAÐ ER RANGT. HORFA SKAL Í LINSUNA. EKKI Á MYNDINA SEM BIRTIST Á SKJÁNUM, HELDUR Í LINSU. Annars lítiði öll út fyrir að vera að fá heilablóðfall. Það kemst alltaf upp um þig. Meðvitundin um eigið útlit að drepa þig. Horfðu í linsuna! Útkoman verður betri! Ég sver það! Er ljósmyndakassi í brúðkaupinu? Afmælinu? Partýinu? SAMA AÐFERÐ! HORFA Í LINSU! Það er oft svona miði sem á stendur „LOOK HERE!“. Það þýðir HORFA HÉR! Í linsuna! Þetta er afkáralegt á hópmyndum þegar helmingur hópsins horfir á sjálfan sig og hinn helmingurinn horfir á „LOOK HERE!“. Það kemst þá upp um þau óöruggu með sjálfsefann og meðvitundina, bara geta ekki annað en athugað hvort þau séu ekki ægilega sæt. RANGT, EKKI SÆT HELDUR MEÐ HEILABLÓÐFALLSLÚKKIÐ. En það er allt betra ef þú bara horfir í linsuna. Vinstri mynd: HORFT Í LINSU. Hægri mynd: SJÁLFHVERFT HEILABLÓÐFALL. Nei, ég er ekki vond við þig. Ég er að hjálpa þér. Nú ferðu að skrolla og áttar þig á að allar myndirnar þínar eru ónýtar. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar