Hvetur Hamas til að ganga að rausnarlegum tillögum Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2024 06:58 Blinken fundaði með ráðherrum ríkjanna við Persaflóa í gær. Til umræðu voru meðal annars friðarviðræður og mannúðarkrísan á Gasa. AP/Evelyn Hockstein Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Hamas það eina sem stendur á milli íbúa Gasa og vopnahlés. Hann hvetur samtökin til að ganga að „ótrúlega rausnarlegum“ tillögum Ísraelsmanna. Ummælin lét Blinken falla á World Economic Forum í Sádi Arabíu í gær en ráðherrann er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til að freista þess að stuðla að vopnahléi milli Ísrael og Hamas. Hann sagði að forsvarsmenn Hamas þyrftu að bregðast skjótt við en samkomulag gæti gjörbreytt stöðu mála í átökunum. David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, var einnig á ráðstefnunni og hvatti Hamas sömuleiðis til að fallast á tillögur Ísrael. Sendinefnd Hamas í friðarviðræðunum yfirgaf Egyptaland í gær en sagðist myndu snúa aftur innan tíðar með skrifleg svör við tillögum Ísraelsmanna. Viðræður hafa staðið yfir í Kaíró en Ísraelsmenn hafa ekki gefið til kynna hvort þeir munu funda með fulltrúum Hamas. I joined representatives from Saudi Arabia, UAE, Qatar, Egypt, Jordan, and the Palestine Liberation Organization to discuss our work for lasting peace and security in the region as well as efforts to achieve a ceasefire with release of hostages. pic.twitter.com/9pa2kYvl61— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) April 29, 2024 Þessar nýjustu tillögur eru sagðar fela í sér nokkra eftirgjöf af hálfu Ísraelsmanna, sem eru sagðir hafa fallist á lausn aðeins 33 gísla gegn lausn palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum. Þá er talað um annan áfanga vopnahlésins, viðvarandi friðartíma. Þá eru Ísraelsmenn sagðir hafa opnað á þann möguleika að ræða það að íbúar í norðurhluta Gasa fái að snúa heim og brotthvarf hermanna Ísrael sem hafast við á mörkunum sem skilja nú að norðurhlutann og suðurhlutann. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, segist bjartsýnn á gang viðræðnanna; búið sé að taka tillit til krafa beggja aðila og ná fram málamiðlun. Nú sé lokaákvörðunar beðið. Ísraelar hafa ekki ráðist inn í Rafah, enn sem komið er, en 30 eru sagðir hafa látist í loftárásum á borgina í gær. Að sögn Ísraelshers voru árásir gerðar á skotmörk þar sem hryðjuverkamenn voru taldir hafast við. Ísraelsmenn segja forystu Hamas hafast við í Rafah auk fjögurra bardagasveita. Sveitirnar séu að nota gíslana sem teknir voru 7. október síðastliðinn sem varnarvegg og það sé ómögulegt að ná markmiðum um tortímingu Hamas og björgun gíslana án þess að gera áhlaup á borgina. Ítarlega frétt um stöðu mála má finna á vef Guardian. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ummælin lét Blinken falla á World Economic Forum í Sádi Arabíu í gær en ráðherrann er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd til að freista þess að stuðla að vopnahléi milli Ísrael og Hamas. Hann sagði að forsvarsmenn Hamas þyrftu að bregðast skjótt við en samkomulag gæti gjörbreytt stöðu mála í átökunum. David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, var einnig á ráðstefnunni og hvatti Hamas sömuleiðis til að fallast á tillögur Ísrael. Sendinefnd Hamas í friðarviðræðunum yfirgaf Egyptaland í gær en sagðist myndu snúa aftur innan tíðar með skrifleg svör við tillögum Ísraelsmanna. Viðræður hafa staðið yfir í Kaíró en Ísraelsmenn hafa ekki gefið til kynna hvort þeir munu funda með fulltrúum Hamas. I joined representatives from Saudi Arabia, UAE, Qatar, Egypt, Jordan, and the Palestine Liberation Organization to discuss our work for lasting peace and security in the region as well as efforts to achieve a ceasefire with release of hostages. pic.twitter.com/9pa2kYvl61— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) April 29, 2024 Þessar nýjustu tillögur eru sagðar fela í sér nokkra eftirgjöf af hálfu Ísraelsmanna, sem eru sagðir hafa fallist á lausn aðeins 33 gísla gegn lausn palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum. Þá er talað um annan áfanga vopnahlésins, viðvarandi friðartíma. Þá eru Ísraelsmenn sagðir hafa opnað á þann möguleika að ræða það að íbúar í norðurhluta Gasa fái að snúa heim og brotthvarf hermanna Ísrael sem hafast við á mörkunum sem skilja nú að norðurhlutann og suðurhlutann. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, segist bjartsýnn á gang viðræðnanna; búið sé að taka tillit til krafa beggja aðila og ná fram málamiðlun. Nú sé lokaákvörðunar beðið. Ísraelar hafa ekki ráðist inn í Rafah, enn sem komið er, en 30 eru sagðir hafa látist í loftárásum á borgina í gær. Að sögn Ísraelshers voru árásir gerðar á skotmörk þar sem hryðjuverkamenn voru taldir hafast við. Ísraelsmenn segja forystu Hamas hafast við í Rafah auk fjögurra bardagasveita. Sveitirnar séu að nota gíslana sem teknir voru 7. október síðastliðinn sem varnarvegg og það sé ómögulegt að ná markmiðum um tortímingu Hamas og björgun gíslana án þess að gera áhlaup á borgina. Ítarlega frétt um stöðu mála má finna á vef Guardian.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira