„Skákin er bara byrjuð“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 22:46 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, er byrjaður að tefla. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn hafa verið þekktir fyrir traustan varnarleik í vetur en Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið á þessu tímabil sem nær að setja yfir 100 stig á Val í venjulegum leiktíma þegar liðið lagði Vals á Hlíðarenda í kvöld, 84-105. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, sat fyrir svörum í viðtali við Andra Má eftir leik og var ekki tilbúinn að ljóstra upp um hvað Njarðvíkingar gerðu til að brjóta á bak aftur Valsvörnina. „Ég ætla svo sem ekki í nein smáatriði hérna, þeir verða bara að finna út hvað við vorum að gera og ég veit að þeir bregðast við því fyrir næsta leik. „Skákin er bara byrjuð.“ Valsmenn virtust ætla að leggja upp með það að loka teignum og vera mögulega svolítið kokhraustir með þá ákvörðun en Njarðvíkingar svöruðu með gríðarlega góðri hittni fyrir utan í staðinn og núlluðu þá taktík algjörlega út. „Ég get svo sem ekki verið eitthvað að svara fyrir það. Við bara tókum það sem okkur var gefið og vorum að hitta vel fyrir utan, Mario sérstaklega. Þetta er það sem Mario á að gera, hann á að taka þessi skot. Hann er alltof ragur stundum en núna er hann vonandi að fara að halda þessu áfram. Við vorum ekkert að fá mikið úr hraðaupphlaupum en samt í 100 stig.“ „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en maður var kannski búinn að vona. Bara ánægður með mína stráka. Þeir voru allir „fókuseraðir“. Auðvitað koma kaflar hérna inn á milli sem maður var langt frá því að vera sáttur með en ég myndi segja að svona 80% hafi þetta bara verið mjög fínt hjá okkur.“ Valsmenn komust aldrei almennilega í takt sóknarlega í kvöld og áhlaupin voru stutt þá sjaldan sem þau komu. Náðu Njarðvíkingar að loka á það sem Valsmenn vilja helst gera og þá ekki síst á Taiwo Badmus í sókninni? „Það voru þarna allavega þrjú skipti sem ég man eftir þar sem þeir virtust vera að taka áhlaup en sem betur fer náðum við að svara því frekar snemma því að það er erfitt að stoppa þetta Valslið þegar það er komið í áhlaup en það vita það allir í íslenskum körfubolta að lykilatriði á móti þeim liðum sem Taiwo er í það að reyna að hægja á honum á fullu velli og helst stoppa hann. Það hljómar eins og það sé ekkert mál en það er bara meira en að segja það að framkvæma það síðan og ég held að við höfum bara náð því alveg ágætlega hér í kvöld.“ Dominykas Milka var frábær í kvöld en Benni vildi helst ekki lyfta einum leikmanna hærra en öðrum og lagði áherslu á að sigurinn í kvöld væri lítils virði ef Njarðvíkingar mæta ekki einbeittir í næsta leik. „Milka var virkilega góður hérna, svo þarf hann bara að tengja þessa góðu leiki, sérstaklega þegar það er komið í svona seríu. Að fá þennan stöðugleika frá honum, vonandi fáum við aðra eins frammistöðu frá honum í næsta leik á föstudaginn því að þessi sigur telur ekkert ef við mætum ekki tilbúnir á föstudaginn. Ég vil svo sem ekki vera að taka menn eitthvað of mikið út hérna, ég er bara ánægður með þennan liðssigur.“ Að lokum endurtók Benni ákall sitt til stuðningsmanna um að mæta í Ljónagryfjuna. „Alveg eins og fyrir oddaleikinn þá óska ég eftir góðum stuðningi Njarðvíkinga í stúkunni því ég vil meina að sá stuðningur sem við fengum í oddaleiknum hafi klárað þetta. Búið til þetta „móment“ sem við fengum þar, þetta er bara lykilatriði fyrir okkur. Það eykur líkurnar á sigri töluvert ef við fáum fólkið og allt bæjarfélagið með okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, sat fyrir svörum í viðtali við Andra Má eftir leik og var ekki tilbúinn að ljóstra upp um hvað Njarðvíkingar gerðu til að brjóta á bak aftur Valsvörnina. „Ég ætla svo sem ekki í nein smáatriði hérna, þeir verða bara að finna út hvað við vorum að gera og ég veit að þeir bregðast við því fyrir næsta leik. „Skákin er bara byrjuð.“ Valsmenn virtust ætla að leggja upp með það að loka teignum og vera mögulega svolítið kokhraustir með þá ákvörðun en Njarðvíkingar svöruðu með gríðarlega góðri hittni fyrir utan í staðinn og núlluðu þá taktík algjörlega út. „Ég get svo sem ekki verið eitthvað að svara fyrir það. Við bara tókum það sem okkur var gefið og vorum að hitta vel fyrir utan, Mario sérstaklega. Þetta er það sem Mario á að gera, hann á að taka þessi skot. Hann er alltof ragur stundum en núna er hann vonandi að fara að halda þessu áfram. Við vorum ekkert að fá mikið úr hraðaupphlaupum en samt í 100 stig.“ „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en maður var kannski búinn að vona. Bara ánægður með mína stráka. Þeir voru allir „fókuseraðir“. Auðvitað koma kaflar hérna inn á milli sem maður var langt frá því að vera sáttur með en ég myndi segja að svona 80% hafi þetta bara verið mjög fínt hjá okkur.“ Valsmenn komust aldrei almennilega í takt sóknarlega í kvöld og áhlaupin voru stutt þá sjaldan sem þau komu. Náðu Njarðvíkingar að loka á það sem Valsmenn vilja helst gera og þá ekki síst á Taiwo Badmus í sókninni? „Það voru þarna allavega þrjú skipti sem ég man eftir þar sem þeir virtust vera að taka áhlaup en sem betur fer náðum við að svara því frekar snemma því að það er erfitt að stoppa þetta Valslið þegar það er komið í áhlaup en það vita það allir í íslenskum körfubolta að lykilatriði á móti þeim liðum sem Taiwo er í það að reyna að hægja á honum á fullu velli og helst stoppa hann. Það hljómar eins og það sé ekkert mál en það er bara meira en að segja það að framkvæma það síðan og ég held að við höfum bara náð því alveg ágætlega hér í kvöld.“ Dominykas Milka var frábær í kvöld en Benni vildi helst ekki lyfta einum leikmanna hærra en öðrum og lagði áherslu á að sigurinn í kvöld væri lítils virði ef Njarðvíkingar mæta ekki einbeittir í næsta leik. „Milka var virkilega góður hérna, svo þarf hann bara að tengja þessa góðu leiki, sérstaklega þegar það er komið í svona seríu. Að fá þennan stöðugleika frá honum, vonandi fáum við aðra eins frammistöðu frá honum í næsta leik á föstudaginn því að þessi sigur telur ekkert ef við mætum ekki tilbúnir á föstudaginn. Ég vil svo sem ekki vera að taka menn eitthvað of mikið út hérna, ég er bara ánægður með þennan liðssigur.“ Að lokum endurtók Benni ákall sitt til stuðningsmanna um að mæta í Ljónagryfjuna. „Alveg eins og fyrir oddaleikinn þá óska ég eftir góðum stuðningi Njarðvíkinga í stúkunni því ég vil meina að sá stuðningur sem við fengum í oddaleiknum hafi klárað þetta. Búið til þetta „móment“ sem við fengum þar, þetta er bara lykilatriði fyrir okkur. Það eykur líkurnar á sigri töluvert ef við fáum fólkið og allt bæjarfélagið með okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira