Góð manneskja í djobbið Halldór Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 11:30 Þá er orðið ljóst hverjir eru í framboði til forseta Íslands og spennandi kosningar fram undan. Ég deili ekki þeirri skoðun að forsetaembættið sé ekki til neins, en um það gildir eins og mörg hlutverk í okkar fámennissamfélagi, hvernig það gagnast fer mest eftir því hver tekur það að sér. Embættið er táknrænt, það getur reynt á það á erfiðum tímum og þá skiptir miklu að sú sem tekst það á hendur sé skynsöm, skýr og velviljuð manneskja og standi föstum fótum í þeirri hefð sem hefur skipt okkur svo miklu í basli aldanna: tungu, menningu og bókmenntum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Síðustu vikur hefur mikil gagnrýni beinst að því stjórnarsamstarfi sem hún hefur leitt og ég get sumpart tekið undir hana, enda ekki verið samflokksmaður Katrínar. En það má ekki verða til þess að við gleymum því sem hún hefur gert um dagana, ekki síst í þágu menningar og bókmennta. Mig langar að nefna tvennt, af því þar þekki ég vel til sjálfur: Sem menntamálaráðherra studdi hún eindregið hina viðamiklu íslensku bókakynningu í Frankfurt 2011; þetta var verkefni sem nafna hennar Þorgerður Katrín hafði sett af stað, en miklu skipti að halda lífi í því á erfiðum árum eftir hrun og þá var svo sannarlega gott að eiga Katrínu að. Katrín á ennfremur sinn stóra þátt í að lokið var við byggingu Hörpu, en nú vildu allir það hús byggt hafa. Í báðum tilvikum sýndi Katrín framsýni og úthald og þeir eiginleikar munu koma sér vel í forsetaembættinu. Auk þess er hún skemmtileg og hefur húmor fyrir sjálfri sér, en sjálfshátíðleikinn er vísasta leiðin til að koðna niður í svona starfi. Er það gott djobb, spurði Halldór Laxness þegar menn vildu gera hann að forseta og mitt svar er já, ég held það verði gott djobb ef Katrín tekur það að sér. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þá er orðið ljóst hverjir eru í framboði til forseta Íslands og spennandi kosningar fram undan. Ég deili ekki þeirri skoðun að forsetaembættið sé ekki til neins, en um það gildir eins og mörg hlutverk í okkar fámennissamfélagi, hvernig það gagnast fer mest eftir því hver tekur það að sér. Embættið er táknrænt, það getur reynt á það á erfiðum tímum og þá skiptir miklu að sú sem tekst það á hendur sé skynsöm, skýr og velviljuð manneskja og standi föstum fótum í þeirri hefð sem hefur skipt okkur svo miklu í basli aldanna: tungu, menningu og bókmenntum. Og það gerir Katrín Jakobsdóttir. Síðustu vikur hefur mikil gagnrýni beinst að því stjórnarsamstarfi sem hún hefur leitt og ég get sumpart tekið undir hana, enda ekki verið samflokksmaður Katrínar. En það má ekki verða til þess að við gleymum því sem hún hefur gert um dagana, ekki síst í þágu menningar og bókmennta. Mig langar að nefna tvennt, af því þar þekki ég vel til sjálfur: Sem menntamálaráðherra studdi hún eindregið hina viðamiklu íslensku bókakynningu í Frankfurt 2011; þetta var verkefni sem nafna hennar Þorgerður Katrín hafði sett af stað, en miklu skipti að halda lífi í því á erfiðum árum eftir hrun og þá var svo sannarlega gott að eiga Katrínu að. Katrín á ennfremur sinn stóra þátt í að lokið var við byggingu Hörpu, en nú vildu allir það hús byggt hafa. Í báðum tilvikum sýndi Katrín framsýni og úthald og þeir eiginleikar munu koma sér vel í forsetaembættinu. Auk þess er hún skemmtileg og hefur húmor fyrir sjálfri sér, en sjálfshátíðleikinn er vísasta leiðin til að koðna niður í svona starfi. Er það gott djobb, spurði Halldór Laxness þegar menn vildu gera hann að forseta og mitt svar er já, ég held það verði gott djobb ef Katrín tekur það að sér. Höfundur er rithöfundur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun