Sánchez hættir við að segja af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 10:25 Sánchez virðist njóta töluverðar hylli og efnt var til fjöldafunda til að mótmæla mögulegri afsögn hans. AP/Emilio Morenatti Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. Dómstóll í Madríd fyrirskipaði á dögunum rannsókn á hendur Begoñu Gómez, eiginkonu Sánchez, eftir kvörtun af hálfu þrýstihópsins Manos Limpias. Hreinar hendur, á íslensku, hefur barist gegn spillingu í marga áratugi en hefur verið gagnrýndur fyrir tengsl við hægri öfgaöfl. Sánchez ávarpaði þjóðina í morgun og sagðist ekki myndu segja af sér. Forsætisráðherrann sagðist hafa gengið hreint og beint fram en opinbert líf sætti aðför og nú væri nóg komið. Kallaði hann eftir því að samfélagið horfði inn á við, sýndi gott fordæmi og veitti heimsbyggðinni innblástur. Aðeins ein leið væri fram á við; að meirihluti samfélagsins héldi áfram, eins og hann hefði gert síðustu daga, með reisn og almenna skynsemi að leiðarljósi. Samherjar Sánchez fagna ákvörðun forsætisráðherrans en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að vera yfir sig dramatískan og upptekinn af sjálfum sér. „Við, borgarar landsins, eigum ekki að vera að einblína á nafla Sánchez; Sánchez ætti að vera að einblína á borgara landsins,“ sagði Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Íhaldsflokksins. Spurningin væri ekki hvort það væri þess virði fyrir Sánchez að halda áfram, heldur hvort það borgaði sig fyrir almenning. Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Dómstóll í Madríd fyrirskipaði á dögunum rannsókn á hendur Begoñu Gómez, eiginkonu Sánchez, eftir kvörtun af hálfu þrýstihópsins Manos Limpias. Hreinar hendur, á íslensku, hefur barist gegn spillingu í marga áratugi en hefur verið gagnrýndur fyrir tengsl við hægri öfgaöfl. Sánchez ávarpaði þjóðina í morgun og sagðist ekki myndu segja af sér. Forsætisráðherrann sagðist hafa gengið hreint og beint fram en opinbert líf sætti aðför og nú væri nóg komið. Kallaði hann eftir því að samfélagið horfði inn á við, sýndi gott fordæmi og veitti heimsbyggðinni innblástur. Aðeins ein leið væri fram á við; að meirihluti samfélagsins héldi áfram, eins og hann hefði gert síðustu daga, með reisn og almenna skynsemi að leiðarljósi. Samherjar Sánchez fagna ákvörðun forsætisráðherrans en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að vera yfir sig dramatískan og upptekinn af sjálfum sér. „Við, borgarar landsins, eigum ekki að vera að einblína á nafla Sánchez; Sánchez ætti að vera að einblína á borgara landsins,“ sagði Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Íhaldsflokksins. Spurningin væri ekki hvort það væri þess virði fyrir Sánchez að halda áfram, heldur hvort það borgaði sig fyrir almenning.
Spánn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira