Vopnuð rán tíðari en fólk gerir sér grein fyrir Jón Ísak Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. apríl 2024 23:50 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir er formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Vísir Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Svo virðist sem uppákomur eins og vopnuð rán séu að færast í aukana. Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Hitt ránið var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbænum. Þar ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopni, tóku starfsmann hálstaki og neyddu hann til að sýna þeim hvar ávana- og fíkniefnalyf voru geymd. Mikið áfall fyrir starfsmenn Sigurbjörg segir það agalega sorglegt þegar svona gerist og að það sé klárlega mikið áfall fyrir starfsmenn þegar svona gerist. „En þetta hefur náttúrulega verið að gerast, og í miklu meiri mæli en almenningur gerir sér kannski grein fyrir, það kemur ekkert allt í fréttirnar,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hafa mjög miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Er eitthvað sem bendir til þess að það séu einhverjar sérstakar ástæður að baki þessu? „Sko í rauninni til þess að komast algjörlega að rót vandans, þá þyrfti að kortleggja þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að Apótek geti auðvitað brugðist við með sínum aðgerðum, þau geti verið með öryggismyndavélar og öryggisfulltrúa. Þau gætu jafnvel hætt að selja ákveðna lyfjaflokka og læst lyfjafræðingana inni. „En það þarf að horfa á þetta í bara miklu stærra samhengi. Vegna þess að ef að það reynist rétt, eins og ákveðnar vísbendingar eru um, að þetta sé ákveðinn hópur sem að er að leita í þessi Apótek, þá þurfi að bregðast við því. Það vantar úrræði þá fyrir þennan hóp,“ segir Sigurbjörg. Vill ekki að Ísland verði eins og Svíþjóð Sigurbjörg segir að rán í apótekum séu orðin mjög algeng í Svíþjóð og að það sé orðið mjög stórt vandamál. „Lyfjafræðingar fást bara ekki í vinnu í apótekum, Þetta er bara vaxandi vandamál þar, og ég hef bara verulegar áhyggjur af því að það gerist, því að við megum ekki við því,“ segir Sigurbjörg. Lyf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Tvö rán voru framin í apótekum á höfðuborgarsvæðinu gær og voru þjófanir á eftir ávana-og fíknilyfjum í bæði skiptin. Annað ránið var framið í Lyfju á Smáratorgi og hefur einn verið handtekinn vegna þess. Hitt ránið var framið í Reykjavíkurapóteki í Vesturbænum. Þar ógnuðu ræningjarnir starfsfólki með eggvopni, tóku starfsmann hálstaki og neyddu hann til að sýna þeim hvar ávana- og fíkniefnalyf voru geymd. Mikið áfall fyrir starfsmenn Sigurbjörg segir það agalega sorglegt þegar svona gerist og að það sé klárlega mikið áfall fyrir starfsmenn þegar svona gerist. „En þetta hefur náttúrulega verið að gerast, og í miklu meiri mæli en almenningur gerir sér kannski grein fyrir, það kemur ekkert allt í fréttirnar,“ segir Sigurbjörg. Hún segist hafa mjög miklar áhyggjur af starfsumhverfi lyfjafræðinga. Er eitthvað sem bendir til þess að það séu einhverjar sérstakar ástæður að baki þessu? „Sko í rauninni til þess að komast algjörlega að rót vandans, þá þyrfti að kortleggja þetta,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að Apótek geti auðvitað brugðist við með sínum aðgerðum, þau geti verið með öryggismyndavélar og öryggisfulltrúa. Þau gætu jafnvel hætt að selja ákveðna lyfjaflokka og læst lyfjafræðingana inni. „En það þarf að horfa á þetta í bara miklu stærra samhengi. Vegna þess að ef að það reynist rétt, eins og ákveðnar vísbendingar eru um, að þetta sé ákveðinn hópur sem að er að leita í þessi Apótek, þá þurfi að bregðast við því. Það vantar úrræði þá fyrir þennan hóp,“ segir Sigurbjörg. Vill ekki að Ísland verði eins og Svíþjóð Sigurbjörg segir að rán í apótekum séu orðin mjög algeng í Svíþjóð og að það sé orðið mjög stórt vandamál. „Lyfjafræðingar fást bara ekki í vinnu í apótekum, Þetta er bara vaxandi vandamál þar, og ég hef bara verulegar áhyggjur af því að það gerist, því að við megum ekki við því,“ segir Sigurbjörg.
Lyf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58 Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Mennirnir tóku annan starfsmannanna hálstaki Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 27. apríl 2024 21:58
Handteknir á hlaupum eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki Þrír voru handteknir síðdegis eftir vopnað rán í Reykjavíkurapóteki. Mennirnir eru sagðir hafa hótað starfsfólki apóteksins með eggvopni. 27. apríl 2024 17:20