Er fyrirmyndarríkið Ísland í ruslflokki í sorpmálum? Sigurður Páll Jónsson skrifar 27. apríl 2024 12:30 Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Sorphirða Danmörk Svíþjóð Miðflokkurinn Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Flokkun á sorpi er að færast í aukana og er það vel, en hvað svo? Félagi minn sem var á ferð fyrir vestan sá þrjár sorptunnur fyrir utan heimili eitt, sem er varla frásögu færandi, nema að á eina tunnuna var skrifað „Fíflholt“ á aðra „Danmörk“ og á þriðju „Svíþjóð“. Þessi ágæti sorptunnueigandi hefur sjálfsagt eins og aðrir Íslendingar orðið fyrir vonbrigðum þegar misjafnar fréttir berast af örlögum sorps sem flokkað hefur verið samviskusamlega. Öll viljum við ganga af virðingu um náttúruna og sumum liggur svo mikið á hjarta í umræðunni að þeir flokka fólk eftir eigin höfði eftir því hvaða skoðanir hver og einn hefur á verndun og umgengni við náttúruöflin. Þar koma umbúðir og innihald við sögu. Urðun á sorpi er á nokkrum stöðum á Íslandi og eru langtíma áhrif þess á náttúruna óviss. Til lengri tíma litið hljóta að koma fram mengunarþættir í nágrenni urðunarstöðva sem eru óafturkræfir. Mikið af þessu sorpi er ekið um langan veg með tilheyrandi tilkostnaði og kolefnissporum, auk slita á ónýtum vegum. Yfirvöld eru að sópa rusli þessu undir teppið! Mörg þúsund tonn af brennanlegu sorpi eru sett í skip og siglt með erlendis, þar sem það er brennt í sérútbúnum sorpbrennslum sem framleiða mikla orku úr þeim bruna. Orkuskortur víða erlendis er það mikill að sorp þetta er þar gulls ígildi. Yfirvöld hér heima eru að fleygja þessu rusli í garðinn hjá nágrannanum sem býr til verðmæti úr því í staðinn. Sorpbrennslur þessar eru orðnar það tæknivæddar að einstaklingar sem búa í nágrenni við þær verða ekki varir við neina mengun eða hávaða. Á síðasta kjörtímabili mælti Karl Gauti Hjaltason og Miðflokkurinn þrisvar sinnum fyrir þingsályktun um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma var mjög áhugasamt um þessa lausn á sorpmálum og sagði meðal annars í umsögn: Samanborið við urðun er brennsla úrgangs með fullnægjandi orkuvinnslu umhverfisvænni kostur! Og einnig: Útflutningur úrgangs stríðir þvert gegn þeirri meginreglu umhverfisréttar að leysa skuli mengunarmál eins nálægt upprunastað og kostur er! Svefndrungi hefur verið um þessa lausn síðan þá og er furðulegt að þáverandi og núverandi umhverfis ráðherrar vildu ekkert með þetta gera. Annar þeirra er yfirlýstur náttúruverndarsinni og fyrrverandi formaður landverndar, hinn yfirlýstur orkuáhyggjuskortsvindmyllusinni. En þeir eiga það sameiginlegt að vera umburðarlitlir um skoðanir annara. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun