Listir og velferð Kristín Valsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:01 Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Menning Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar