Óbærileg léttúð VG Jakob Frímann Magnússon skrifar 27. apríl 2024 07:31 Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Varla hefur heldur verið gleðiríkt að streitast við að réttlæta furðuverkið án haldbærra raka. Engan skal því undra að á skorti eldmóð sannfæringar, þegar gefa á starfandi fiskeldisfyrirtækjunum frítt spil til eilífðarnóns í stað þess að eðlileg tímamörk gildi áfram – eða hvað? Vaxandi andúð Öll höfum við samúð með hinum brothættu byggðum landsins sem sviptar voru veiðirétti sínum og hafa lengi horft til nýrra sóknarfæra í atvinnulífi. En sú samúð réttlætir ekki gjörning sem víst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Okkar norska fyrrum herraþjóð hefur heldur betur látið að sér kveða í sjókvíaeldi við Noregsstrendur og víðar. Norðmenn hafa staðið fyrir um helmingi þeirra þriggja milljóna tonna af eldislaxi sem framleiddar eru í heiminum, þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á sjókvíaeldi vegna umhverfis- og dýraverndarsjónarmiða. Hér á landi hefur mikið verið fjallað um þá ógn við villta laxastofninn okkar Íslendinga sem felst í opnu sjókvíaeldi. Því er borið við að of kostnaðarsamt sé að stunda eldið í lokuðum kvíum sem uppfylla strangar umhverfiskröfur. Um landeldi gegnir allt öðru máli. Mikill og víðtækur stuðningur er við þá vaxandi atvinnugrein, hérlendis sem erlendis. Þessi fráleita tilraun matvælaráðherra til e.k. nýrrar „gjafakvótasetningar“ vekur upp óþægilegar minningar og skiljanlegan óhug með þjóðinni eins og víða hefur komið fram. Þeim sem fara hér tímabundið með lagasetningarvaldið ber að virða rétt komandi kynslóða til eigin ákvarðana um ráðstöfun landsins og miðanna, fjallanna og fjarðanna. Atvinnuhættir munu þróast, viðhorf og aðstæður breytast. Hér ber að staldra við og minnast festu Einars Þveræings gegn ásælni Noregskonungs er hann hvatti til þess að gefa konungi hóflega vinargjafir en eigi þó Grímsey! Örlæti VG Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli máli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn. Þetta brambolt leiðir hugann að vandræðaganginum sem Auðlindanefnd ríkisins stendur fyrir um þessar mundir og felst í forkastanlegum tilraunum til eignaupptöku á eyjum og skerjum umhverfis landið – eignum sem áratugum og öldum saman hafa hvílt í eigu skráðra einstaklinga og fjölskyldna. Þar er langt seilst. Qui bono? Almenningur veltir nú fyrir sé hvaða skýringar kunni að vera á þeim furðulegheitum sem í frumvarpinu felast. Hinn klassíska spurning Rómverja: „Qui bono?“ – hver hagnast – kemur ósjálfrátt upp í hugann. Enginn úr hópi helstu eldisforkólfa kannast við að hafa beðið um þessi óvæntu fríðindi. Kynnu valdagírugir embættismenn að hafa freistast til að nýta sér millibilsástand í málefnum matvælaráðuneytis og lætt inn hinu umdeilda ákvæði? Ólíklegt er að öfl innan VG séu hér markvisst að bregða fæti fyrir fyrrum leiðtoga sinn í komandi forsetakosningunum í því skyni að endurheimta hana til forystu yfir höfuðlausum her. Það væri a.m.k. erfitt að ímynda sér Katrínu Jakobsdóttur hlutlausa sem nýbakaðan forseta að neyðast til þess undir harðvítugum mótmælum og kröfugöngum að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu svo umdeildu frumvarpi – óskapnaði úr eigin ranni. Einhver undarleg pólitísk refskák kann svo sem að vera hér á ferð í ríkisstjórn hinna andstæðu póla. Hver sem skýringin kann að vera, má ljóst vera að þessari tilraun til skilyrðislauss framsals á íslenskum gæðum til eilífðarnóns verður ekki hleypt í gegnum Alþingi Íslendinga. Svarið við hugmyndinni um slíka afarkosti verður einfaldlega: NEI BJARKEY! Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Fiskeldi Flokkur fólksins Vinstri græn Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fljótt á litið má ætla að það hafi verið þungbært nýbökuðum matvælaráðherra Vinstri Grænna, Bjarkeyju Olsen, að þurfa á fyrstu metrum ráðherraferilsins að kynna þinginu finngálkn það sem hið nýja Lagareldisfrumvarp er. Varla hefur heldur verið gleðiríkt að streitast við að réttlæta furðuverkið án haldbærra raka. Engan skal því undra að á skorti eldmóð sannfæringar, þegar gefa á starfandi fiskeldisfyrirtækjunum frítt spil til eilífðarnóns í stað þess að eðlileg tímamörk gildi áfram – eða hvað? Vaxandi andúð Öll höfum við samúð með hinum brothættu byggðum landsins sem sviptar voru veiðirétti sínum og hafa lengi horft til nýrra sóknarfæra í atvinnulífi. En sú samúð réttlætir ekki gjörning sem víst er að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur. Okkar norska fyrrum herraþjóð hefur heldur betur látið að sér kveða í sjókvíaeldi við Noregsstrendur og víðar. Norðmenn hafa staðið fyrir um helmingi þeirra þriggja milljóna tonna af eldislaxi sem framleiddar eru í heiminum, þrátt fyrir vaxandi gagnrýni á sjókvíaeldi vegna umhverfis- og dýraverndarsjónarmiða. Hér á landi hefur mikið verið fjallað um þá ógn við villta laxastofninn okkar Íslendinga sem felst í opnu sjókvíaeldi. Því er borið við að of kostnaðarsamt sé að stunda eldið í lokuðum kvíum sem uppfylla strangar umhverfiskröfur. Um landeldi gegnir allt öðru máli. Mikill og víðtækur stuðningur er við þá vaxandi atvinnugrein, hérlendis sem erlendis. Þessi fráleita tilraun matvælaráðherra til e.k. nýrrar „gjafakvótasetningar“ vekur upp óþægilegar minningar og skiljanlegan óhug með þjóðinni eins og víða hefur komið fram. Þeim sem fara hér tímabundið með lagasetningarvaldið ber að virða rétt komandi kynslóða til eigin ákvarðana um ráðstöfun landsins og miðanna, fjallanna og fjarðanna. Atvinnuhættir munu þróast, viðhorf og aðstæður breytast. Hér ber að staldra við og minnast festu Einars Þveræings gegn ásælni Noregskonungs er hann hvatti til þess að gefa konungi hóflega vinargjafir en eigi þó Grímsey! Örlæti VG Örlæti Vinstri Grænna gagnvart auðkýfingum á kostnað almennings og umhverfis í þessu umdeilda eignaréttarmáli máli, afhjúpar þá nöturlegu staðreynd að flokkurinn getur naumast lengur talist Vinstri flokkur hvað þá Grænn. Þetta brambolt leiðir hugann að vandræðaganginum sem Auðlindanefnd ríkisins stendur fyrir um þessar mundir og felst í forkastanlegum tilraunum til eignaupptöku á eyjum og skerjum umhverfis landið – eignum sem áratugum og öldum saman hafa hvílt í eigu skráðra einstaklinga og fjölskyldna. Þar er langt seilst. Qui bono? Almenningur veltir nú fyrir sé hvaða skýringar kunni að vera á þeim furðulegheitum sem í frumvarpinu felast. Hinn klassíska spurning Rómverja: „Qui bono?“ – hver hagnast – kemur ósjálfrátt upp í hugann. Enginn úr hópi helstu eldisforkólfa kannast við að hafa beðið um þessi óvæntu fríðindi. Kynnu valdagírugir embættismenn að hafa freistast til að nýta sér millibilsástand í málefnum matvælaráðuneytis og lætt inn hinu umdeilda ákvæði? Ólíklegt er að öfl innan VG séu hér markvisst að bregða fæti fyrir fyrrum leiðtoga sinn í komandi forsetakosningunum í því skyni að endurheimta hana til forystu yfir höfuðlausum her. Það væri a.m.k. erfitt að ímynda sér Katrínu Jakobsdóttur hlutlausa sem nýbakaðan forseta að neyðast til þess undir harðvítugum mótmælum og kröfugöngum að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslu svo umdeildu frumvarpi – óskapnaði úr eigin ranni. Einhver undarleg pólitísk refskák kann svo sem að vera hér á ferð í ríkisstjórn hinna andstæðu póla. Hver sem skýringin kann að vera, má ljóst vera að þessari tilraun til skilyrðislauss framsals á íslenskum gæðum til eilífðarnóns verður ekki hleypt í gegnum Alþingi Íslendinga. Svarið við hugmyndinni um slíka afarkosti verður einfaldlega: NEI BJARKEY! Höfundur er alþingismaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun