Landsréttur komi fram við ákæruvaldið eins og lítið barn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 21:33 Frá meðferð málsins í héraði. vísir „Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“ Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
Það gerir Landsréttur með vísan til þess að ákæruvald hafi aðeins ákært hjúkrunarfræðinginn Steinu Árnadóttur fyrir manndráp af ásetningi, en ekki manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás sem bani hefði hlotist af. Til upprifjunar taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Steina hefði valdið dauða sjúklingsins með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Steina var sýknuð þar sem ásetningur hennar til manndráps þótti ekki sannaður. „Nær ekki nokkurri átt“ Vilhjálmur furðar sig á fyrrgreindum vinnubrögðum Landsréttar í ljósi þess að ákæruvald hafi fengið efnisdóm um það sakarefni sem lagt hafi verið upp með af hálfu ákæruvaldsins, sem skuli njóta sjálfstæðis í störfum sínum. „Það liggur fyrir að ákæruvaldið ákærir í málinu fyrir manndráp af ásetningi. Það var engin varakrafa. Þetta var meðvituð ákvörðun af hálfu ákæruvaldsins í málinu. Málið er ekki flutt um það að hugsanlega megi heimfæra háttsemi ákærðu undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga eða 215. gr. sömu laga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi og heldur áfram: „Í mínum huga nær það ekki nokkurri átt að ákæruvaldið breyti kröfum sínum, þegar það kemur að málsmeðferð í Landsrétti, og það geti leitt til þess að dómur sem er ekki haldinn neinum formgöllum skuli ómerktur án kröfu af hálfu ákæruvalds. Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Ekki kunnugt um fordæmi Ákæruvaldið sé óháð dómsvaldinu og því sé um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði ákæruvaldins. „Það hafa fallið dómar, um mat ákæruvaldsins á því hvort eigi að gefa út ákæru og fyrir hvað, þar sem niðurstaðan er að það sæti ekki endurskoðun dómstóla. Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis.“ Reglan um sjálfstæði ákæruvaldsins skuli ganga í báðar áttir, það er bæði í þágu ákæruvaldsins og í þágu sakbornings. Vilhjálmur kveðst ekki vera kunnugt um fordæmi þess að æðri dómstóll ómerki samskonar dóm og leggi fyrir héraðsdóm til meðferðar á ný. Ljóst er að málsmeðferðin lengist töluvert, en ekki er kveðið á um það, í úrskurði Landsréttar, frá hvaða tímapunkti málsmeðferðin skuli endurtekin. „Það er því óljóst hvort að það verði frá þingfestingu ákæru eða að það eigi bara að endurtaka munnlegan málflutning. En vitni þurfa að koma aftur fyrir dóm, þó að Landsréttur láti það liggja á milli hluta.“
Dómsmál Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögmennska Tengdar fréttir „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Sjá meira
„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31
Sorglegt að enginn beri ábyrgð á andláti á geðdeild Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, segir sorglegt að manneskja geti látið lífið á geðdeild án þess að nokkur beri ábyrgð. 22. júní 2023 13:01