Fimm teravött af orku og 20 milljarðar í samgöngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. apríl 2024 13:31 Kristrún Frostadóttir á blaðamannafundinum í Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gærmorgun, sem fór fram undir berum himni í blíðskaparveðri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Orkumál eru formanni Samfylkingarinnar hugleikinn en að mati hennar þarf fimm terawött af orku í viðbót fyrir landið, sem yrði um fjórðungs aukning á næstu tíu árum. Þá vill Samfylkingin verja um 20 milljörðum til viðbótar á ári til nýfjárfestinga og viðhalds á samgönguinnviðum. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar lagði leið sína í Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gær og hélt það stuttan blaðamannafund þar sem hún sagði frá nýju verkefni Samfylkingarinnar, sem kallast “Krafa um árangur”. Orkumálin eru þar áberandi. „Við erum að leggja hér fram töluleg markmið um fimm terawött, að við séum komin í ársframleiðslu, sem er í rauninni fjórðungsaukning eftir um það bil tíu ár og þetta byggjum við á í rauninni á mjög hóflegum forsendum,” segir Kristrún og bætir við. „Fólkið í landinu vill hóflega leið. Við viljum standa undir fólksfjölgun, við viljum standa undir vexti hjá smærri fyrirtækjum en við viljum líka vera virkir þátttakendur í orkuskiptum upp að því marki sem það er mögulegt.” Hér má sjá áherslur flokksins í nýju herferðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Samfylkingin leggur líka mikla áherslu á samgöngumál í sínum nýju aðgerðum en Kristrún segir að það verði að verja um 20 milljörðum til viðbótar á ári til nýfjárfestinga og viðhalds á samgönguinnviðum landsins. „Það er alveg augljós og það þekkja það allir að eigin reynslu að ástand samgönguinnviða er ekki gott. Þetta á ekki bara við vegina fyrir utan dreifbýlið, þetta á líka við inn í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru gríðarlegar umferðartafir og við leggjum þar áfram auðvitað áherslu á áframhaldandi fjármögnum samgöngusáttmálans,” sagði Kristrún Frostadóttir á blaðamannafundinum í Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Kristrúnu var boðið í hádegismat í Árnesi og fékk þar fisk með allskonar meðlæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Samfylkingin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Samgöngur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar lagði leið sína í Árnes í Skeiða og Gnúpverjahreppi í gær og hélt það stuttan blaðamannafund þar sem hún sagði frá nýju verkefni Samfylkingarinnar, sem kallast “Krafa um árangur”. Orkumálin eru þar áberandi. „Við erum að leggja hér fram töluleg markmið um fimm terawött, að við séum komin í ársframleiðslu, sem er í rauninni fjórðungsaukning eftir um það bil tíu ár og þetta byggjum við á í rauninni á mjög hóflegum forsendum,” segir Kristrún og bætir við. „Fólkið í landinu vill hóflega leið. Við viljum standa undir fólksfjölgun, við viljum standa undir vexti hjá smærri fyrirtækjum en við viljum líka vera virkir þátttakendur í orkuskiptum upp að því marki sem það er mögulegt.” Hér má sjá áherslur flokksins í nýju herferðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Samfylkingin leggur líka mikla áherslu á samgöngumál í sínum nýju aðgerðum en Kristrún segir að það verði að verja um 20 milljörðum til viðbótar á ári til nýfjárfestinga og viðhalds á samgönguinnviðum landsins. „Það er alveg augljós og það þekkja það allir að eigin reynslu að ástand samgönguinnviða er ekki gott. Þetta á ekki bara við vegina fyrir utan dreifbýlið, þetta á líka við inn í dreifbýli. Á höfuðborgarsvæðinu eru gríðarlegar umferðartafir og við leggjum þar áfram auðvitað áherslu á áframhaldandi fjármögnum samgöngusáttmálans,” sagði Kristrún Frostadóttir á blaðamannafundinum í Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Kristrúnu var boðið í hádegismat í Árnesi og fékk þar fisk með allskonar meðlæti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Samfylkingin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Samgöngur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira