Selma nýr formaður Kvenna í orkumálum Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 13:02 Selma tekur við af Hildi. Aðsend Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður hjá Landsvirkjun, var kjörin formaður stjórnar Kvenna í orkumálum (KÍO) á aðalfundi félagsins þann 22. apríl. Selma tekur við af Hildi Harðardóttur. „Orku- og loftslagsmálin eru mál málanna núna. Það er ákaflega mikilvægt að efla hlut kvenna í orkugeiranum og tengslin þeirra á milli. Þótt margt hafi breyst til hins betra undanfarin ár er aðkallandi að grípa þau fjölmörgu tækifæri sem blasa við til að jafna hlut kynja og auka fjölbreytileikann. KÍO getur þannig gegnt lykilhlutverki í að auka bæði áhrif og sýnileika kvenna í þessum spennandi geira,“ segir Selma í tilkynningu um formannsskiptin. Þar kemur einnig fram að Ásgerður Sigurðardóttir sérfræðingur hjá Landsvirkjun og Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri RARIK hafi verið endurkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára. Fjórar nýjar í stjórn Fjórir nýir meðstjórnendur voru kjörnir en það eru þær Ása Björk Jónsdóttir leiðtogi hjá Orkuveitunni, Marta Rós Karlsdóttir framkvæmdastýra Baseload Power á Íslandi, Rauan Meirbekova verkefnastjóri hjá Tæknisetri og Valdís Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá HS Orku. Í varastjórn voru kjörnar þær Elísabet Ýr Sveinsdóttir framkvæmdastjóri hjá RARIK, Heiða Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Kristín Jóhannsdóttir viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar. „Eins og vitur kona sagði þá er jafnrétti ekki trúarbrögð. Það þarf að vinna að jafnréttismálum, inngildingu og fjölbreytileika með virkum hætti í daglegri starfsemi en það getur krafist hugrekkis. Ég tel að KÍO sé innblástur hugrekkis og með þessar flottu stjórnarkonur í framlínunni þá trúi ég að öflugt starf sé framundan hjá félaginu,“ segir Hildur Harðardóttir, fráfarandi formaður. Hlutverk KÍO er að efla þátt kvenna í orkumálum, styrkja tengsl þeirra og auka áhrif innan orku- og veitugeirans. Félagið er opið öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika í atvinnugreininni og sýna það í verki. Nánar á www.kio.is Orkumál Jafnréttismál Vistaskipti Landsvirkjun Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Orku- og loftslagsmálin eru mál málanna núna. Það er ákaflega mikilvægt að efla hlut kvenna í orkugeiranum og tengslin þeirra á milli. Þótt margt hafi breyst til hins betra undanfarin ár er aðkallandi að grípa þau fjölmörgu tækifæri sem blasa við til að jafna hlut kynja og auka fjölbreytileikann. KÍO getur þannig gegnt lykilhlutverki í að auka bæði áhrif og sýnileika kvenna í þessum spennandi geira,“ segir Selma í tilkynningu um formannsskiptin. Þar kemur einnig fram að Ásgerður Sigurðardóttir sérfræðingur hjá Landsvirkjun og Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri RARIK hafi verið endurkjörnar í stjórn til næstu tveggja ára. Fjórar nýjar í stjórn Fjórir nýir meðstjórnendur voru kjörnir en það eru þær Ása Björk Jónsdóttir leiðtogi hjá Orkuveitunni, Marta Rós Karlsdóttir framkvæmdastýra Baseload Power á Íslandi, Rauan Meirbekova verkefnastjóri hjá Tæknisetri og Valdís Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá HS Orku. Í varastjórn voru kjörnar þær Elísabet Ýr Sveinsdóttir framkvæmdastjóri hjá RARIK, Heiða Halldórsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Kristín Jóhannsdóttir viðskiptaþróunarstjóri hjá Orku náttúrunnar. „Eins og vitur kona sagði þá er jafnrétti ekki trúarbrögð. Það þarf að vinna að jafnréttismálum, inngildingu og fjölbreytileika með virkum hætti í daglegri starfsemi en það getur krafist hugrekkis. Ég tel að KÍO sé innblástur hugrekkis og með þessar flottu stjórnarkonur í framlínunni þá trúi ég að öflugt starf sé framundan hjá félaginu,“ segir Hildur Harðardóttir, fráfarandi formaður. Hlutverk KÍO er að efla þátt kvenna í orkumálum, styrkja tengsl þeirra og auka áhrif innan orku- og veitugeirans. Félagið er opið öllum þeim sem vilja stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika í atvinnugreininni og sýna það í verki. Nánar á www.kio.is
Orkumál Jafnréttismál Vistaskipti Landsvirkjun Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira