Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 09:13 Haraldur F. Gíslason er formaður Félags leikskólakennara. Til hægri má svo sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Greint var frá því í gær að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi lagt1.600 vettlinga á gólf Tjarnarsals ráðhússins. Einn vettlingur átti að tákna hvert barn sem bíður eftir leikskólaplássi. Borgarstjóri sagði í kjölfarið þennan gjörning „vitleysu“. Þetta væru ekki 1.600 börn á bið heldur umsóknir. Borgin væri í miðju umsóknarferli og það væri hægt að tala um biðlista þegar ferlinu lyki. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir, gagnrýndi það hversu illa hefði verið tekið í allar þeirra hugmyndir á kjörtímabilinu um lausnir á leikskólavandanum, eins og heimgreiðslur til foreldra sem bíða og að hefja tilraunaverkefni þar sem börn byrja fimm ára í grunnskóla í stað sex ára. Borgarstjóri sagði þvert a móti þeirra hugmyndir hafa verið teknar til skoðunar og sú hugmynd að færa börn fimm ára í grunnskóla væri eitt af því sem væri til skoðunar á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er stór menntapólitísk aðgerð, að fara í það, og mikilvægt að vinna það með fagsamfélaginu og foreldrum. Það er enginn sem stendur í vegi fyrir slíkum hugmyndum,“ sagði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, um hugmyndina. Ekki fimm ára í grunnskóla Stjórn Félags leikskólakennara segir í ályktun sinni um þetta mál að þau leggist gegn hugmyndinni um að taka börn fyrr inn í grunnskóla sem lausn á vanda leikskólastigsins. Það sé sýn félagsins að það sé ekki börnum fyrir bestu. „Stjórn Félags leikskólakennara leggur til að í stað innihaldslausra skyndilausna og gjörninga sem engu skila að sveitarfélögin uppfylli að fullu undirritað samkomulag og loforð um jöfnun launa á milli markaða. Sé það gert verður um að ræða raunhæfa leið til að gera það sem skiptir öllu máli – sem er að fjölga kennurum á leikskólastiginum,“ segir að lokum í ályktun félagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarmál Leikskólar Grunnskólar Kjaramál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20