Luka og félagar jöfnuðu: „Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2024 13:00 Luka Doncic og Amir Coffey berjast um boltann í leik Los Angels Clippers og Dallas Mavericks. getty/Keith Birmingham Varnarleikurinn var í aðalhlutverki þegar Dallas Mavericks sigraði Los Angeles Clippers, 93-96, í öðrum leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er 1-1. Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu, skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 23 stig og PJ Washington átján. Luka Doncic TOOK OVER in the 4th quarter of Game 2 to help the @dallasmavs tie the series 1-1!32 PTS | 9 AST | 6 REB | 5 3PMGame 3: Friday, 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/RPDS1HX7Je— NBA (@NBA) April 24, 2024 Varnir beggja liða voru sterkar í leiknum í nótt, eitthvað sem gladdi Jason Kidd, þjálfara Dallas. „Við spiluðum 48 mínútur af hörðum körfubolta. Bæði lið skoruðu minna en hundrað stig. Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur,“ sagði Kidd. Kawhi Leonard sneri aftur í lið Clippers og lék sinn fyrsta leik síðan 31. mars. Hann skoraði fimmtán stig. Paul George og James Harden voru stigahæstir hjá heimamönnum með 22 stig hvor. Minnesota Timberwolves komst í 2-0 í einvíginu gegn Phoenix Suns með 105-93 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Varnarleikur Úlfanna var sterkur og helstu sóknarmenn Sólanna, Devin Booker, Kevin Durant og Bradley Beal, hittu aðeins úr samtals átján af 45 skotum sínum. Anthony Edwards átti erfitt uppdráttar hjá Minnesota en það kom ekki að sök. Jaden McDaniels skoraði 25 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í úrslitakeppni á ferlinum, og Mike Conley og Rudy Gobert skiluðu báðir átján stigum. Jaden McDaniels tonight:25 PTS (team-high)8 REB10-17 FG+24Playoff career-high in points. pic.twitter.com/iQmUjlRHp2— StatMuse (@statmuse) April 24, 2024 Þá jafnaði Indiana Pacers metin gegn Milwaukee Bucks í Austurdeildinni með 108-125 útisigri. Pascal Siakam átti stórleik fyrir Indiana. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 22 stig og Andrew Nembhard tuttugu. Pascal Siakam DOMINATED to help the @Pacers tie the series 1-1 in Game 2!37 PTS | 11 REB | 6 AST | 3 3PMGame 3: Friday, 5:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/jOSu1QOGil— NBA (@NBA) April 24, 2024 Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Milwaukee sem lék án Giannis Antetokounmpo eins og í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu, skoraði 32 stig og gaf níu stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 23 stig og PJ Washington átján. Luka Doncic TOOK OVER in the 4th quarter of Game 2 to help the @dallasmavs tie the series 1-1!32 PTS | 9 AST | 6 REB | 5 3PMGame 3: Friday, 8pm/et on ESPN pic.twitter.com/RPDS1HX7Je— NBA (@NBA) April 24, 2024 Varnir beggja liða voru sterkar í leiknum í nótt, eitthvað sem gladdi Jason Kidd, þjálfara Dallas. „Við spiluðum 48 mínútur af hörðum körfubolta. Bæði lið skoruðu minna en hundrað stig. Þetta var 90s körfubolti eins og hann gerist bestur,“ sagði Kidd. Kawhi Leonard sneri aftur í lið Clippers og lék sinn fyrsta leik síðan 31. mars. Hann skoraði fimmtán stig. Paul George og James Harden voru stigahæstir hjá heimamönnum með 22 stig hvor. Minnesota Timberwolves komst í 2-0 í einvíginu gegn Phoenix Suns með 105-93 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Varnarleikur Úlfanna var sterkur og helstu sóknarmenn Sólanna, Devin Booker, Kevin Durant og Bradley Beal, hittu aðeins úr samtals átján af 45 skotum sínum. Anthony Edwards átti erfitt uppdráttar hjá Minnesota en það kom ekki að sök. Jaden McDaniels skoraði 25 stig, sem er það mesta sem hann hefur gert í úrslitakeppni á ferlinum, og Mike Conley og Rudy Gobert skiluðu báðir átján stigum. Jaden McDaniels tonight:25 PTS (team-high)8 REB10-17 FG+24Playoff career-high in points. pic.twitter.com/iQmUjlRHp2— StatMuse (@statmuse) April 24, 2024 Þá jafnaði Indiana Pacers metin gegn Milwaukee Bucks í Austurdeildinni með 108-125 útisigri. Pascal Siakam átti stórleik fyrir Indiana. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Myles Turner skoraði 22 stig og Andrew Nembhard tuttugu. Pascal Siakam DOMINATED to help the @Pacers tie the series 1-1 in Game 2!37 PTS | 11 REB | 6 AST | 3 3PMGame 3: Friday, 5:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/jOSu1QOGil— NBA (@NBA) April 24, 2024 Damian Lillard skoraði 34 stig fyrir Milwaukee sem lék án Giannis Antetokounmpo eins og í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira