Bergrós aftur best í heimi og fjögur frá Íslandi í undanúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 08:30 Bergrós Björnsdóttir stóð sig mjög vel og fær nú í fyrsta sinn að keppa á undanúrslitamóti fullorðinna. @bergrosbjornsdottir Fjórðungsúrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki og Ísland mun eiga fjóra keppendur á undanúrslitamótinu, einn karl og þrjá konur. Það er ekki endanlega búið að staðfesta lokastöðuna en það verður ekki gert fyrr en eftir fimm daga. Það er hins vegar mjög ólíklegt að þetta breytist eitthvað úr þessu. Björgvin Karl Guðmundsson náði langbestum árangri íslenska CrossFit fólksins. Hann varð þriðji í Evrópu og í sjöunda sæti á heimsvísu. Björgvin Karl Guðmundsson.@bk_gudmundsson Björgvin Karl er líka eini íslenski karlinn sem komst áfram í undanúrslitin en næsti íslenski keppandi var Rökkvi Guðnason sem endaði í 143. sæti í Evrópu. Bergur Sverrisson varð síðan 166. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson endaði í 184. sæti í Evrópu. Ísland átti sem sagt fjóra karla á topp tvö hundruð í Evrópu. Þrjár íslenskar konur tryggðu sér sæti í undanúrslitamótinu með því að verða meðal fjörutíu efstu í Evrópu. Sara Sigmundsdóttir náði besta árangrinum með því að verða í 23. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir kom skammt á eftir í 25. sæti. Hin unga og stórefnilega Bergrós Björnsdóttir náði síðan 29. sæti og er því að leiðinni á sitt fyrsta undanúrslitamót. Þegar er litið á stöðuna á heimsvísu þá varð Sara númer fjörutíu, Þuríður Erla númer 46 og Bergrós númer 51. Efstu konur í heimi í flokki sextán til sautján ára.@morningchalkup Bergrós er aðeins sautján ára gömul og hún er efst allra í heiminum í hennar aldursflokki. Alveg eins og í opna hlutanum þá náði enginn á hennar aldri betri árangri. Önnur á eftir Selfyssingnum varð Írinn Lucy McGonigle og eftir henni koma síðan fjórar bandarískar stelpur. Guðbjörg Valdimarsdóttir var ekki langt frá þessu en hún endaði í 55. sæti og Steinunn Anna Svansdóttir varð í 94. sæti. Hallgerður María Friðriksdóttir (143. sæti), Hjördís Óskarsdóttir (168. sæti), Stefanía Júlíusdóttir (178. sæti) og Alma Káradóttir (189. sæti) náðu líka allar að verða meðal þeirra tvö hundruð efstu í Evrópu. Ísland átti því þrettán fulltrúa á topp tvö hundruð, fjóra karla og níu konur. Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Lyon í Frakklandi frá 17. til 19. maí. Hingað til hafa keppendur skilað æfingum sínum í gegnum netið en nú keppa þau hlið við hlið um sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira
Það er ekki endanlega búið að staðfesta lokastöðuna en það verður ekki gert fyrr en eftir fimm daga. Það er hins vegar mjög ólíklegt að þetta breytist eitthvað úr þessu. Björgvin Karl Guðmundsson náði langbestum árangri íslenska CrossFit fólksins. Hann varð þriðji í Evrópu og í sjöunda sæti á heimsvísu. Björgvin Karl Guðmundsson.@bk_gudmundsson Björgvin Karl er líka eini íslenski karlinn sem komst áfram í undanúrslitin en næsti íslenski keppandi var Rökkvi Guðnason sem endaði í 143. sæti í Evrópu. Bergur Sverrisson varð síðan 166. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson endaði í 184. sæti í Evrópu. Ísland átti sem sagt fjóra karla á topp tvö hundruð í Evrópu. Þrjár íslenskar konur tryggðu sér sæti í undanúrslitamótinu með því að verða meðal fjörutíu efstu í Evrópu. Sara Sigmundsdóttir náði besta árangrinum með því að verða í 23. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir kom skammt á eftir í 25. sæti. Hin unga og stórefnilega Bergrós Björnsdóttir náði síðan 29. sæti og er því að leiðinni á sitt fyrsta undanúrslitamót. Þegar er litið á stöðuna á heimsvísu þá varð Sara númer fjörutíu, Þuríður Erla númer 46 og Bergrós númer 51. Efstu konur í heimi í flokki sextán til sautján ára.@morningchalkup Bergrós er aðeins sautján ára gömul og hún er efst allra í heiminum í hennar aldursflokki. Alveg eins og í opna hlutanum þá náði enginn á hennar aldri betri árangri. Önnur á eftir Selfyssingnum varð Írinn Lucy McGonigle og eftir henni koma síðan fjórar bandarískar stelpur. Guðbjörg Valdimarsdóttir var ekki langt frá þessu en hún endaði í 55. sæti og Steinunn Anna Svansdóttir varð í 94. sæti. Hallgerður María Friðriksdóttir (143. sæti), Hjördís Óskarsdóttir (168. sæti), Stefanía Júlíusdóttir (178. sæti) og Alma Káradóttir (189. sæti) náðu líka allar að verða meðal þeirra tvö hundruð efstu í Evrópu. Ísland átti því þrettán fulltrúa á topp tvö hundruð, fjóra karla og níu konur. Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Lyon í Frakklandi frá 17. til 19. maí. Hingað til hafa keppendur skilað æfingum sínum í gegnum netið en nú keppa þau hlið við hlið um sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Sjá meira