„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:56 Hildur Björnsdóttir skýtur föstum skotum á borgarstjóra. Vísir/Samsett Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira