Reynslunni ríkari og opnar Wilson‘s Pizza á ný Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 14:19 Vilhelm Einarsson er stofnandi Wilson‘s Pizza. Aðsend Wilson‘s Pizza mun opna aftur á Íslandi á morgun eftir níu ára fjarveru á markaði. Staðurinn verður staðsettur í Minigarðinum í Skútuvogi í Reykjavík. Greint er frá tíðindunum í tilkynningu þar sem fram kemur að Wilson's Pizza hafi fyrst opnað í Gnoðarvogi í Reykjavík þann 13. maí 2005. Stofnandinn hafi verið tvítugur bakarasonur frá Akureyri, Vilhelm Einarsson. „Nafnið Wilsons´s Pizza var engin tilviljun, enda var hann Vilhelm alltaf kallaður Wilson og er það enn. Stöðunum fjölgaði ört og árið 2013 voru fimm Wilson’s Pizza staðir á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af aðalsmerkjum Wilson’s Pizza var lágt verð og litla akureyrska Pepperoníið sem umheimurinn þekkir sem Chicago Pepperoni. Brauðstangir Wilson’s Pizza eru án efa einnig eitt af aðalsmerkjum vörumerkisins og ekki má gleyma Wilson’s sósunni,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Vilhelm að hann hafi ekki verið viss um að það væri góð hugmynd að fara aftur í að opna Wilson´s Pizza. „En meðeigendur mínir í Minigarðinum voru alveg sannfærðir um að það væri tækifæri í að endurvekja Wilson‘s“, segir Vilhelm. „Það eru blendnar tilfinningar sem tengjast þessum tíma. Ég var ungur þegar ég stofnaði Wilson‘s, ekki nema 20 ára og fór alveg framúr mér í fjölgun staða sem varð staðnum að falli á sínum tíma. Um leið og ég elska þennan tíma, þá var þetta mjög erfiður tími að þurfa að loka stöðunum sem ég hafði gefið allt mitt og allan minn tíma“, bætir Vilhelm við en er þó mjög spenntur fyrir opnuninni og viðtökum fólks. „Í dag eru allt aðrar aðstæður í mínu lífi, ég er reynslunni ríkari og veit mun betur hvað ég er að fara útí. Ég hef fengið virkilega skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem hafa heyrt af þessum áformum og ekki laust við að það sé smá fiðringur í maganum.“ segir Vilhelm. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Greint er frá tíðindunum í tilkynningu þar sem fram kemur að Wilson's Pizza hafi fyrst opnað í Gnoðarvogi í Reykjavík þann 13. maí 2005. Stofnandinn hafi verið tvítugur bakarasonur frá Akureyri, Vilhelm Einarsson. „Nafnið Wilsons´s Pizza var engin tilviljun, enda var hann Vilhelm alltaf kallaður Wilson og er það enn. Stöðunum fjölgaði ört og árið 2013 voru fimm Wilson’s Pizza staðir á höfuðborgarsvæðinu. Eitt af aðalsmerkjum Wilson’s Pizza var lágt verð og litla akureyrska Pepperoníið sem umheimurinn þekkir sem Chicago Pepperoni. Brauðstangir Wilson’s Pizza eru án efa einnig eitt af aðalsmerkjum vörumerkisins og ekki má gleyma Wilson’s sósunni,“ segir í tilkynningunni. Haft eftir Vilhelm að hann hafi ekki verið viss um að það væri góð hugmynd að fara aftur í að opna Wilson´s Pizza. „En meðeigendur mínir í Minigarðinum voru alveg sannfærðir um að það væri tækifæri í að endurvekja Wilson‘s“, segir Vilhelm. „Það eru blendnar tilfinningar sem tengjast þessum tíma. Ég var ungur þegar ég stofnaði Wilson‘s, ekki nema 20 ára og fór alveg framúr mér í fjölgun staða sem varð staðnum að falli á sínum tíma. Um leið og ég elska þennan tíma, þá var þetta mjög erfiður tími að þurfa að loka stöðunum sem ég hafði gefið allt mitt og allan minn tíma“, bætir Vilhelm við en er þó mjög spenntur fyrir opnuninni og viðtökum fólks. „Í dag eru allt aðrar aðstæður í mínu lífi, ég er reynslunni ríkari og veit mun betur hvað ég er að fara útí. Ég hef fengið virkilega skemmtileg viðbrögð hjá þeim sem hafa heyrt af þessum áformum og ekki laust við að það sé smá fiðringur í maganum.“ segir Vilhelm.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira