Hefur allt sem þarf Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2024 13:31 Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi. Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur. Stundum verðum við fyrir mótlæti – misjafnlega alvarlegu – en með því að temja mér viðhorf Höllu um að horfa alltaf á glasið hálf fullt, í stað hálf tómt breyttist allt. Að velja hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs með jákvæðni í stað þess að sjá allt svart, er svo gott. Eftir þennan fund var ég svo lánsöm að fá að kynnast Höllu betur. Fékk að heyra um gildin hennar og sýn á framtíðina sem hún brennur fyrir. Ég var ein af þeim sem kaus Höllu fyrir átta árum þar sem mér fannst hún þá, eins og nú, sú eina sem raunverulega hefur það sem þarf til að verða forseti Íslands. Og hvað er það, kann einhver að spyrja. Halla brennur fyrir málefnum sem eru mér mikilvæg. Þar má nefna jafnrétti í sinni breiðustu mynd, umhverfismál og heiðarleika í viðskiptum. Þessi eru meðal margra góðra gilda Höllu sem hún brennur fyrir og hefur alltaf talað fyrir – ekki bara núna í aðdraganda þessara kosninga. Halla Tómasdóttir þurfti ekki að grafa þau upp og pússa upp á nýtt. Þá þurfti hún ekki heldur að „hreinsa“ samfélagssíðurnar sínar. Hún er einfaldlega það sem hún segist vera og hefur allt sem þarf. Það að eiga kost á því að velja konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands eru forréttindi og tækifæri sem við megum ekki sleppa. Halla mun sem forseti Íslands vekja athygli hvar sem hún kemur fyrir sitt hlýlega viðmót og glæsileika. Hún mun tengja saman fólk sem vill vinna að mikilvægum málum og tala fyrir mikilvægi Íslands sem miðju góðra gilda. Ég hvet þau sem ekki hafa gert upp hug sinn að kynna sér þau málefni sem Halla Tómasdóttir stendur fyrir og ákveða svo hvert krossinn fer á kjörseðlinum. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Fyrstu kynni mín af Höllu Tómasdóttur voru í tengslum við vinnustað þar sem hún kom einn dag og ræddi við hópinn. Þessi dagur breytti svolítið lífi mínu því þarna uppgötvaði ég í raun hvernig ég get tekið stjórn á eigin lífi. Halla varpaði á skjá mynd af vatnsglasi sem í var vökvi um það bil að miðju glasi. Hún talaði um viðhorf okkar og hvernig við tökumst á við það sem lífið færir okkur. Stundum verðum við fyrir mótlæti – misjafnlega alvarlegu – en með því að temja mér viðhorf Höllu um að horfa alltaf á glasið hálf fullt, í stað hálf tómt breyttist allt. Að velja hvernig við bregðumst við þegar á móti blæs með jákvæðni í stað þess að sjá allt svart, er svo gott. Eftir þennan fund var ég svo lánsöm að fá að kynnast Höllu betur. Fékk að heyra um gildin hennar og sýn á framtíðina sem hún brennur fyrir. Ég var ein af þeim sem kaus Höllu fyrir átta árum þar sem mér fannst hún þá, eins og nú, sú eina sem raunverulega hefur það sem þarf til að verða forseti Íslands. Og hvað er það, kann einhver að spyrja. Halla brennur fyrir málefnum sem eru mér mikilvæg. Þar má nefna jafnrétti í sinni breiðustu mynd, umhverfismál og heiðarleika í viðskiptum. Þessi eru meðal margra góðra gilda Höllu sem hún brennur fyrir og hefur alltaf talað fyrir – ekki bara núna í aðdraganda þessara kosninga. Halla Tómasdóttir þurfti ekki að grafa þau upp og pússa upp á nýtt. Þá þurfti hún ekki heldur að „hreinsa“ samfélagssíðurnar sínar. Hún er einfaldlega það sem hún segist vera og hefur allt sem þarf. Það að eiga kost á því að velja konu eins og Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands eru forréttindi og tækifæri sem við megum ekki sleppa. Halla mun sem forseti Íslands vekja athygli hvar sem hún kemur fyrir sitt hlýlega viðmót og glæsileika. Hún mun tengja saman fólk sem vill vinna að mikilvægum málum og tala fyrir mikilvægi Íslands sem miðju góðra gilda. Ég hvet þau sem ekki hafa gert upp hug sinn að kynna sér þau málefni sem Halla Tómasdóttir stendur fyrir og ákveða svo hvert krossinn fer á kjörseðlinum. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur frambjóðanda til embættis forseta Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun