Helga Þórisdóttir og fjöregg íslenskrar þjóðar Páll Torfi Önundarson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot. Forseti Íslands gætir sjálfs fjöreggs þjóðarinnar með þeim möguleika að skrifa ekki undir lög sem hann telur varða líf þjóðarinnar eða rétt landsmanna. Forseti er því öryggisventill sem getur stöðvað samþykkt lög frá sjálfu Alþingi með vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á neyðarstund í þágu þjóðarinnar þegar Alþingi og ríkisstjórn hafði gefist upp fyrir erlendu fjármálavaldi. Þar sannaðist að þjóðinni hafði borið gæfa til þess að velja sér til forystu manneskju sem hafði menntun, þekkingu á sögu lands og þjóðar, reynslu og kjark til að gæta fjöreggsins. En hvernig velur þjóðin sér frambjóðendur til forsetaembættisins? Í heimi nútímans virðist stundum sem umbúðir skipti meira máli en innihald vörunnar. Áberandi andlit í fjölmiðum, t.d. stjórnmálamenn, andlit sem birtast oft, leikarar, skemmtikraftar og forsvarsmenn þrýstihópa hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur. Hvernig á þjóðin þá að fá að kynnast fólki, sem hugsanlegt er að hafi mest fram að færa vegna menntunar, reynslu og fyrri starfa, en hefur rækt störf sín hljóðlega? Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir lögfræðingur og öflugur embættismaður til nær 30 ára, kemur ótrúlega vel fyrir vegna augljóss vits, menntunar, yfirburðaþekkingar, reynslu og skýrrar sýnar á forsetaembættið. Hlustið á viðtöl við hana á netinu. Þar kemur fram djúpstæður skilningur á landsmálum og alþjóðamálum, skilningur á ógn sem almenningi stafar af yfirþjóðlegum fyrirtækjum þar sem Mammon svífst einskis, og skilningur á nauðsyn verndar almennings fyrir slíkum öflum. Mikill skilningur á íslenskri menningu og tungu Íslendinga og þó án nokkurs þjóðernishroka. Mikill skilningur á bættri menntun barna og unglinga. Mikið vit. Engir innihaldslitlir frasar. Hlýja en samt kjarkur. Eirir ekki áhrifamönnum þurfi á því að halda. Þegar rödd frambjóðanda, sem mér finnst e.t.v. hafa mest fram að færa, nær ekki í gegn í ótímabærum skoðanakönnunum velti ég því fyrir mér hvort skoðanakannanir sem framkvæmdar eru áður en framboðsfresti lýkur séu beinlínis skoðanamótandi og því skaðlegar sjálfri þjóðinni við val forsetaefna? Ég skora á Íslendinga að kynna sér Helgu Þórisdóttur á helgathorisdottir.is og að missa ekki af tækifærinu að kjósa sér heilsteyptan forseta. Ég kýs hana verði hún á kjörseðlinum. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot. Forseti Íslands gætir sjálfs fjöreggs þjóðarinnar með þeim möguleika að skrifa ekki undir lög sem hann telur varða líf þjóðarinnar eða rétt landsmanna. Forseti er því öryggisventill sem getur stöðvað samþykkt lög frá sjálfu Alþingi með vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á neyðarstund í þágu þjóðarinnar þegar Alþingi og ríkisstjórn hafði gefist upp fyrir erlendu fjármálavaldi. Þar sannaðist að þjóðinni hafði borið gæfa til þess að velja sér til forystu manneskju sem hafði menntun, þekkingu á sögu lands og þjóðar, reynslu og kjark til að gæta fjöreggsins. En hvernig velur þjóðin sér frambjóðendur til forsetaembættisins? Í heimi nútímans virðist stundum sem umbúðir skipti meira máli en innihald vörunnar. Áberandi andlit í fjölmiðum, t.d. stjórnmálamenn, andlit sem birtast oft, leikarar, skemmtikraftar og forsvarsmenn þrýstihópa hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur. Hvernig á þjóðin þá að fá að kynnast fólki, sem hugsanlegt er að hafi mest fram að færa vegna menntunar, reynslu og fyrri starfa, en hefur rækt störf sín hljóðlega? Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir lögfræðingur og öflugur embættismaður til nær 30 ára, kemur ótrúlega vel fyrir vegna augljóss vits, menntunar, yfirburðaþekkingar, reynslu og skýrrar sýnar á forsetaembættið. Hlustið á viðtöl við hana á netinu. Þar kemur fram djúpstæður skilningur á landsmálum og alþjóðamálum, skilningur á ógn sem almenningi stafar af yfirþjóðlegum fyrirtækjum þar sem Mammon svífst einskis, og skilningur á nauðsyn verndar almennings fyrir slíkum öflum. Mikill skilningur á íslenskri menningu og tungu Íslendinga og þó án nokkurs þjóðernishroka. Mikill skilningur á bættri menntun barna og unglinga. Mikið vit. Engir innihaldslitlir frasar. Hlýja en samt kjarkur. Eirir ekki áhrifamönnum þurfi á því að halda. Þegar rödd frambjóðanda, sem mér finnst e.t.v. hafa mest fram að færa, nær ekki í gegn í ótímabærum skoðanakönnunum velti ég því fyrir mér hvort skoðanakannanir sem framkvæmdar eru áður en framboðsfresti lýkur séu beinlínis skoðanamótandi og því skaðlegar sjálfri þjóðinni við val forsetaefna? Ég skora á Íslendinga að kynna sér Helgu Þórisdóttur á helgathorisdottir.is og að missa ekki af tækifærinu að kjósa sér heilsteyptan forseta. Ég kýs hana verði hún á kjörseðlinum. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar