Hönnunarfyrirtækið Stúdíó Flétta og Icelandair sameina krafta sína á HönnunarMars í ár og gefa flíkunum framhaldslíf meðal annars í formi bum bag-tösku. Hluti hattanna eru framleiddir af tískurisanum Balenciaga.

Stúdíó Flétta er í eigu Birtu Rósar Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur og leggja þær sérstaka áherslu á endurnýtingu efna, staðbundna framleiðslu og ábyrga hönnun í verkum sínum.

Endurnýting og sjálfbærni
Snúningur er sýning um möguleika á endurnýtingu sem stuðlar að sjálfbærni og er samstarfsverkefni Stúdíó Fléttu og Icelandair.
„Í stað þess að farga honum, ætlum við að senda hann í aðra hringferð um heiminn, í nýju formi og með nýtt hlutverk. Endurnýting og sjálfbærni er mikilvægur þáttur í daglegri starfsemi Icelandair. Okkur þykir dýrmætt að eldri einkennisfatnaður rati rétta leið og að honum verði komið í uppbyggilegan endurvinnslufarveg í stað þess að verða að textílúrgangi. Við erum alltaf að leita leiða til þess að auka sjálfbærni í starfseminni og tökum virkan þátt í að stuðla að aukinni nýtingu þeirra hráefna sem falla til.“ segir í fréttatilkynningu frá Icelandair.
Eldri einkennisfatnaður Icelandair samanstendur af alls kyns efnum sem Birta og Hrefna nýttu á skemmtilegan og fjölbreytan máta. Þar má nefna rennilása, hnappa, beltissylgjur, leðurólar, hattar, klúta, pífur og kraga.






Nánar um sköpunarkraftinn á Íslandi og dagskrána fyrir HönnunarMars 2024 er að finna á vefsíðu HönnunarMars.