Ótímabundin ráðgjöf til ríkisstjórnar Snæbjörn Brynjarsson skrifar 23. apríl 2024 10:00 Ótímabundið er stórt orð. Þó svo það sé ekki eins ljóðrænt og að eilífu þá er merkingin svipuð. Til dæmis ef einhver væri látinn vinna ótímabundið fyrir annan mann, væri viðkomandi þræll en ekki frjáls maður. Bókasafn sem myndi lána bækur ótímabundið myndi fyrr eða síðar tæmast. Meira að segja stjörnur og svarthol eru tímabundin því að á endanum fuðra þau upp eða fjara út. Engu að síður stendur nú til að afhenda eina af auðlindum Íslands ótímabundið. Í frumvarpi sem er komið til Alþingis stendur að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis skuli vera ótímabundið. Það þýðir að fái einhver úthlutað firði til sjókvíaeldis mun sá hinn sami eiga réttinn til eilífðar, þar til sólin brennur út og jafnvel, í ákveðnum lagalegum skilningi, lengur en það. En hver getur gefið slíka gjöf? Skoðanir mínar á fiskeldi eru ekki sterkar í neina átt. Ég myndi ekki vilja þvinga íbúa í Stöðvarfirði og Seyðisfirði til að hafa fiskeldi í bakgarðinum sínum ef þeir eru því mótfallnir, en ég myndi heldur ekki vilja ræna atvinnutækifærum frá Vestfjörðum heldur, þar sem fiskeldisfyrirtæki virðast velkomin. Eflaust gildir það sama um fiskeldið og annan iðnað að skynsamlegt sé að hafa eftirlit með honum og reglur. Í dag mega Íslendingar ráðstafa sjónum í landhelgi sinni eins og þeir vilja. Það kostaði baráttu. Við stóðum í deilum við Breta um réttinn á því að veiða í sjónum í kringum eyjuna okkar og höfðum sigur. Að vísu vorum við heppin að þessi barátta átti sér stað á síðari hluta 20. aldar, þegar sterkari aðilinn hafði ekki ætíð vinningin heldur að hægt væri að treysta á alþjóðlega dómstóla og samninga milli þjóða. Hefðu þorskastríðin átt sér stað á 19. öld hefði Bretland unnið baráttuna með fallbyssubátum, svipað og þegar stórveldið þvingaði Kínverja til að leyfa innflutning á ópíum og afsala sér Hong Kong. Ópíum-stríðið var ein mesta niðurlæging í sögu Kína. En jafnvel eftir að Bretar höfðu gereytt sjóher keisarans og brennt niður sumarhöllina hans þá voru ekki undirritaðir samningar sem giltu ótímabundið. Bretar fengu leyfi til að gera það sem þeim sýndist með eyjarnar þar sem Hong Kong er í dag, reisa þar höfn og herstöð, og leika lausum hala í aðeins meira en öld. Það þótti mikil niðurlæging en tók þó enda, árið 1997 afhentu Bretar Hong Kong aftur þegar „leigusamningurinn‟ rann út. Það sem ég hef sterkar skoðanir á er tíminn, eða öllu heldur skorturinn á honum. Enginn getur lofað neinni auðlind til eilífðarnóns. Umræðan um fiskeldið í dag minnir svolítið á átökin um álverin fyrir meira en áratug, en hvað svo sem manni kann að finnast um orkusamninga við álverin þá gilda þeir ekki til eilífðarnóns. Í framtíðinni geta Íslendingar valið hvað þeir gera við orkuna, hvort hún skuli seld til hæstbjóðanda eða notuð í önnur verkefni. Það er skynsamlegt fyrirkomulag. Við erum nefnilega ekki einu eigendur landsins. Fyrri kynslóðir háðu baráttu fyrir fullveldi, sjálfstæði og landhelgi svo við mættum passa upp á landið í dag. Vatnið sem rennur til sjávar og sjórinn í kringum landið er sameign fyrri kynslóða með okkur og við deilum henni líka með þeim komandi. Þær eiga sama rétt og við á því að ákveða hvort eða hvernig eigi að nýta landið okkar og við ættum ekki að lofa öllu upp í ermina á þeim. En meira að segja við mannfólkið eigum landið ekki ein. Við deilum heiminum með fleiri verum, fuglum, fiskum og mosagróðri svo einhver séu nefnd. Ef að við komumst að því að einhver iðnaður sé að valda þeim skaða á einhvern hátt þá ber okkur skylda til að endurskoða fyrri ákvarðanir jafnvel þó það kunni að valda okkur tímabundnum óþægindum. Vistkerfið sem gerir okkur kleift að anda og nærast er flókið samspil og við erum sífellt að uppgötva hvernig fyrri ákvarðanir hafa umbreytt því, og hvernig þær umbreytingar setja okkur og aðrar verur í hættu. Ég játa að ég veit ekki hvað er skynsamlega langt rekstrarleyfi. Það getur verið há tala eða lág tala, en aðalatriðið er að hún sé endanleg tala og að réttur okkar til að endurskoða fyrri ákvarðanir sé ekki skertur. Eina sem ég bið Alþingisfólk um að skilja er að ekkert sé svo lítilvægt að það megi gefa það frá sér ótímabundið. Enginn má eignast eilífðina. Og það má heldur ekki gefa það sem maður ekki á. Höfundur er safnvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ótímabundið er stórt orð. Þó svo það sé ekki eins ljóðrænt og að eilífu þá er merkingin svipuð. Til dæmis ef einhver væri látinn vinna ótímabundið fyrir annan mann, væri viðkomandi þræll en ekki frjáls maður. Bókasafn sem myndi lána bækur ótímabundið myndi fyrr eða síðar tæmast. Meira að segja stjörnur og svarthol eru tímabundin því að á endanum fuðra þau upp eða fjara út. Engu að síður stendur nú til að afhenda eina af auðlindum Íslands ótímabundið. Í frumvarpi sem er komið til Alþingis stendur að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis skuli vera ótímabundið. Það þýðir að fái einhver úthlutað firði til sjókvíaeldis mun sá hinn sami eiga réttinn til eilífðar, þar til sólin brennur út og jafnvel, í ákveðnum lagalegum skilningi, lengur en það. En hver getur gefið slíka gjöf? Skoðanir mínar á fiskeldi eru ekki sterkar í neina átt. Ég myndi ekki vilja þvinga íbúa í Stöðvarfirði og Seyðisfirði til að hafa fiskeldi í bakgarðinum sínum ef þeir eru því mótfallnir, en ég myndi heldur ekki vilja ræna atvinnutækifærum frá Vestfjörðum heldur, þar sem fiskeldisfyrirtæki virðast velkomin. Eflaust gildir það sama um fiskeldið og annan iðnað að skynsamlegt sé að hafa eftirlit með honum og reglur. Í dag mega Íslendingar ráðstafa sjónum í landhelgi sinni eins og þeir vilja. Það kostaði baráttu. Við stóðum í deilum við Breta um réttinn á því að veiða í sjónum í kringum eyjuna okkar og höfðum sigur. Að vísu vorum við heppin að þessi barátta átti sér stað á síðari hluta 20. aldar, þegar sterkari aðilinn hafði ekki ætíð vinningin heldur að hægt væri að treysta á alþjóðlega dómstóla og samninga milli þjóða. Hefðu þorskastríðin átt sér stað á 19. öld hefði Bretland unnið baráttuna með fallbyssubátum, svipað og þegar stórveldið þvingaði Kínverja til að leyfa innflutning á ópíum og afsala sér Hong Kong. Ópíum-stríðið var ein mesta niðurlæging í sögu Kína. En jafnvel eftir að Bretar höfðu gereytt sjóher keisarans og brennt niður sumarhöllina hans þá voru ekki undirritaðir samningar sem giltu ótímabundið. Bretar fengu leyfi til að gera það sem þeim sýndist með eyjarnar þar sem Hong Kong er í dag, reisa þar höfn og herstöð, og leika lausum hala í aðeins meira en öld. Það þótti mikil niðurlæging en tók þó enda, árið 1997 afhentu Bretar Hong Kong aftur þegar „leigusamningurinn‟ rann út. Það sem ég hef sterkar skoðanir á er tíminn, eða öllu heldur skorturinn á honum. Enginn getur lofað neinni auðlind til eilífðarnóns. Umræðan um fiskeldið í dag minnir svolítið á átökin um álverin fyrir meira en áratug, en hvað svo sem manni kann að finnast um orkusamninga við álverin þá gilda þeir ekki til eilífðarnóns. Í framtíðinni geta Íslendingar valið hvað þeir gera við orkuna, hvort hún skuli seld til hæstbjóðanda eða notuð í önnur verkefni. Það er skynsamlegt fyrirkomulag. Við erum nefnilega ekki einu eigendur landsins. Fyrri kynslóðir háðu baráttu fyrir fullveldi, sjálfstæði og landhelgi svo við mættum passa upp á landið í dag. Vatnið sem rennur til sjávar og sjórinn í kringum landið er sameign fyrri kynslóða með okkur og við deilum henni líka með þeim komandi. Þær eiga sama rétt og við á því að ákveða hvort eða hvernig eigi að nýta landið okkar og við ættum ekki að lofa öllu upp í ermina á þeim. En meira að segja við mannfólkið eigum landið ekki ein. Við deilum heiminum með fleiri verum, fuglum, fiskum og mosagróðri svo einhver séu nefnd. Ef að við komumst að því að einhver iðnaður sé að valda þeim skaða á einhvern hátt þá ber okkur skylda til að endurskoða fyrri ákvarðanir jafnvel þó það kunni að valda okkur tímabundnum óþægindum. Vistkerfið sem gerir okkur kleift að anda og nærast er flókið samspil og við erum sífellt að uppgötva hvernig fyrri ákvarðanir hafa umbreytt því, og hvernig þær umbreytingar setja okkur og aðrar verur í hættu. Ég játa að ég veit ekki hvað er skynsamlega langt rekstrarleyfi. Það getur verið há tala eða lág tala, en aðalatriðið er að hún sé endanleg tala og að réttur okkar til að endurskoða fyrri ákvarðanir sé ekki skertur. Eina sem ég bið Alþingisfólk um að skilja er að ekkert sé svo lítilvægt að það megi gefa það frá sér ótímabundið. Enginn má eignast eilífðina. Og það má heldur ekki gefa það sem maður ekki á. Höfundur er safnvörður.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun