Afhverju ætlar Carbfix að flytja CO2 inn til landsins? Bergur Sigfússon skrifar 22. apríl 2024 10:01 Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Starfsfólk Carbfix er stundum spurt af hverju við ætlum að flytja CO2 inn til landsins til niðurdælingar og steinrenningar þegar næg er losunin hér heima. En þetta helst allt í hendur. Á þessari mynd má sjá nokkur verkefni sem öll gera sitt í að bæta umhverfið. Árið 1904 var rafmagn fyrst framleitt með jarðhita. 102 árum síðar var Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar (í rauðum hring) gangsett en framleiðsla rafmagns og heits vatns með þessari virkjun kemur í veg fyrir umtalsverða losun koldíoxíðs sem myndi losna ef orkan væri framleidd með bruna jarðefnaeldsneytis. Hið sama á við nánast öll orkuver heimsins sem framleiða rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, þau koma í veg fyrir losun CO2 og sem betur fer eru margar þjóðir heims búnar að setja í fimmta gírinn í þeim málum. Annað verkefni sem kemur í veg fyrir losun CO2 er þörungaver Vaxa technologies (í grænum hring). Þar eru prótein framleidd með margfalt minni losun CO2 á hvert kíló af próteini en í hefðbundinni matvælaframleiðslu. Vaxa eru búin að þróa sína tækni í rúman áratug og það hefur verið mjög spennandi að fylgjast með vexti þeirra frá því þau settu upp litla tilraunaaðstöðu á rannsóknastofu Hellisheiðarvirkjunar. Í gufunni frá kæliturnum Hellisheiðarvirkjunar leynist einnig hreinsistöð þar sem 1/3 hluti af koldíðoxíði sem kemur upp með gufunni er fangaður og þar með er dregið úr losun virkjunarinnar. Sú hreinsistöð hefur nú starfað nánast samfleytt í 10 ár. Í byggingu er ný stöð, Steingerður, sem mun klára þetta verkefni og senda rest af gasinu til niðurdælingar og steinrenningar. Þróun þessarar föngunartækni Carbfix hefur tekið u.þ.b. 15 ár en fyrsta tilraunastöðin sem var í tveimur 40 feta gámum var gangsett (í misárangursríkum skrefum) og keyrð árin 2010-2012. Hægt er að nota þessa föngunartækni við u.þ.b. helming jarðhitaorkuvera í heiminum og eitthvað af þungaiðnaði (fer eftir efnasamsetningu útblásturs) en því miður er ekki enn hægt að nota föngunartækni Carbfix við álver, til þess þarf aðra tækni. Að lokum sjást tvö lofthreinsiver samstarfsaðila okkar Climeworks, sem fanga CO2 úr andrúmslofti (bláir hringir). Allar sviðsmyndir Loftslagsnefndar Sameinuðu Þjóðanna IPCC gera ráð fyrir að slíkum tólum þurfi að beita í mjög stórum stíl árið 2050 til að hreinsa upp losun fyrri kynslóða og til að kolefnisjafna þá losun sem ekki verður hægt að koma í veg fyrir. Þess vegna fórum við í samstarf við Climeworks sem hafði staðið í sinni þróun síðan 2009 og erum nú búin að vera í því samstarfi í 7 ár. CO2 frá fyrra lofthreinsiverinu, Orca, sem hefur starfað frá 2021 er sent niður í Þrengsli til niðurdælingar (minnsti blái hringur) þar sem við þróuðum upphaflega Carbfix niðurdælingartæknina og prófuðum fyrst árin 2011 og 2012. Seinna lofthreinsiverið, Mammoth, er í uppkeyrslu núna en CO2 frá því verður dælt í litlu tvær kúlurnar vinstra megin við lofthreinsiverið. Og til að svara spurningunni sem varpað var fram um hvers vegna við flytjum inn CO2: Tækniþróun tekur tíma og fyrirhöfn. En afrakstur tækniþróunar á Hellisheiði og Þrengslum verður nýttur í Coda Terminal í Straumsvík til að dæla niður CO2 frá iðnaði á meginlandi Evrópu sem er tilbúinn með föngun á sinni losun. Föngun frá hérlendum álverum kemur svo síðar og þá er planið að Carbfix verði tilbúið að taka við þeim straumum Semsagt, allar lausnir í loftslagsmálum haldast í hendur og tækniþróun þeirra tekur tíma. En þetta hefst allt saman. Höfundur er tækniþróunarstjóri Carbfix.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun