Þess vegna mun ég kjósa Katrínu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 21. apríl 2024 22:00 Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Hún talar fyrir friði og er snillingur í að miðla málum, enda einkenni hennar að hún rífst ekki heldur horfir á hvert einstaka mál út frá mörgum hliðum, með víðsýni og án fljótfærni. Hún er alltaf með augun á boltanum en samt með öll verkefnin sem hún þarf að sinna samhliða í huga, ákveðin og röggsöm hvar sem hún kemur enda fá sem er betur treystandi fyrir vandasömum ákvörðunum. Hún er þó líka venjuleg húsmóðir í fjölbýlishúsi í Vesturbænum sem mætir í foreldrasamtöl og fer með vinkonum sínum í bröns. Bakar pizzur á föstudögum, mögulega með pepperoni og bönunum enda er það eina vitið, og sest til borðs með strákunum sínum eins oft og hún getur. Ber umhyggju fyrir sínum nánustu og spyr fólk sem hún hittir í sameiginlega þvottahúsinu eða í Melabúðinni eftir fréttum því hún er áhugasöm um fólk og málefni. Hún ræktar matjurtir á svölunum og gengur í hverri einustu lopapeysu sem henni er gefin enda smellpassa þær við gallabuxur og adidas skó. Hún hleypur líka og er ein þeirra sem hefur látið gott af sér leiða með því að safna fyrir Píeta og Alzheimer samtökin. Þekking hennar á glæpasögum finnst mér aðdáunarverð enda deili ég þeim áhuga, já og auðvitað eigum við aðdáun okkar á Liverpool sameiginlega en það er í raun alveg sama upp á hvaða samræðum er fitjað, alltaf getur hún tekið þátt og virðist þekkja til og hafa gaman af ótrúlega mörgu, snillingurinn sem hún er. Það þarf varla að nefna gríðarlega mikla þekkingu hennar á alþjóðlegum málefnum og hve mikill sómi er af henni hvar og hvenær sem er. Þess utan er manneskja sem fer í jólaskap við að horfa á Jól Prúðuleikaranna og finnst bókin um Jón Odd og Jón Bjarna skemmtilegasta barnabókin, manneskja sem ég gef óhikað mitt atkvæði. Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Vegna þess að hún yrði góður forseti og þar sem Kata er þar er skemmtilegt. Hún er eldklár, hrikalega dugleg, með góða nærveru og ákveðnar skoðanir en samt ávallt tilbúin til þess að hlusta. Hún hefur alltaf málefni kvenna og minnihlutahópa í huga i öllu sem hún fæst við og kemur því ákveðið að í ræðu eins oft og mögulegt er. Hún talar fyrir friði og er snillingur í að miðla málum, enda einkenni hennar að hún rífst ekki heldur horfir á hvert einstaka mál út frá mörgum hliðum, með víðsýni og án fljótfærni. Hún er alltaf með augun á boltanum en samt með öll verkefnin sem hún þarf að sinna samhliða í huga, ákveðin og röggsöm hvar sem hún kemur enda fá sem er betur treystandi fyrir vandasömum ákvörðunum. Hún er þó líka venjuleg húsmóðir í fjölbýlishúsi í Vesturbænum sem mætir í foreldrasamtöl og fer með vinkonum sínum í bröns. Bakar pizzur á föstudögum, mögulega með pepperoni og bönunum enda er það eina vitið, og sest til borðs með strákunum sínum eins oft og hún getur. Ber umhyggju fyrir sínum nánustu og spyr fólk sem hún hittir í sameiginlega þvottahúsinu eða í Melabúðinni eftir fréttum því hún er áhugasöm um fólk og málefni. Hún ræktar matjurtir á svölunum og gengur í hverri einustu lopapeysu sem henni er gefin enda smellpassa þær við gallabuxur og adidas skó. Hún hleypur líka og er ein þeirra sem hefur látið gott af sér leiða með því að safna fyrir Píeta og Alzheimer samtökin. Þekking hennar á glæpasögum finnst mér aðdáunarverð enda deili ég þeim áhuga, já og auðvitað eigum við aðdáun okkar á Liverpool sameiginlega en það er í raun alveg sama upp á hvaða samræðum er fitjað, alltaf getur hún tekið þátt og virðist þekkja til og hafa gaman af ótrúlega mörgu, snillingurinn sem hún er. Það þarf varla að nefna gríðarlega mikla þekkingu hennar á alþjóðlegum málefnum og hve mikill sómi er af henni hvar og hvenær sem er. Þess utan er manneskja sem fer í jólaskap við að horfa á Jól Prúðuleikaranna og finnst bókin um Jón Odd og Jón Bjarna skemmtilegasta barnabókin, manneskja sem ég gef óhikað mitt atkvæði. Höfundur er menntunarfræðingur og leikskólastjóri.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun