76ers áttu frábæra byrjun en Knicks unnu sig inn í leikinn og komust yfir. 76ers spiluðu nokkrar slæmar sóknir í röð og Knicks voru nýbúnir að stela boltanum af Embiid og troða eftir hraðaupphlaup.
Þá tók Embiid upp á því að hefna sín. Hann henti boltanum í spjaldið, kom sér framhjá varnarmanninum Mitchell Robinson og tróð með látum. Svo lá hann sárþjáður eftir og hélt um vinstra hnéð.
Hann fór meiddur af velli á sjúkrabörum en sneri svo aftur í seinni hálfleik með blóðugt bindi um hnéð.
Embiid kláraði leikinn hálf haltur og leiddi endurkomutilraun 76ers en leikurinn tapaðist að endingu 111-104.
Joel Embiid lobs it off the backboard to himself then appears shaken up after
— Barstool Sports (@barstoolsports) April 20, 2024
Hoping it’s not serious pic.twitter.com/fZYHzYmjuU
Joel Embiid went down after a dunk with an apparent leg injury
— Bleacher Report (@BleacherReport) April 20, 2024
He has headed back to the locker room 😔 pic.twitter.com/4WXjQQ4U0i
Embiid á auðvitað langa meiðslasögu og missti af meirihluta seinni helmings þessa tímabils vegna meiðsla í vinstra hné. Hann meiddist á sama hné eftir 31 leik fyrsta tímabilið, 2015–16, sem hann spilaði í deildinni. Einnig síðustu 18 leiki tímabilsins 2018–19 og á tímabilinu 2020–21 þegar hann var líklegur til að vera valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en spilaði á endanum ekki nema 51 leik.