Úlfarnir með stórsigur í fyrsta leik gegn Suns Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. apríl 2024 22:34 Anthony Edwards leiddi lið sitt til sigurs á heimavelli í fyrsta leik úrslitakeppninnar. Dylan Buell/Getty Images Minnesota Timberwolves unnu afar öruggan 120-95 sigur gegn Phoenix Suns í fyrsta leik NBA úrslitakeppninnar. Þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppninni. Timberwolves enduðu í 3. sæti vesturdeildarinnar og Suns í 6. sætinu. Timberwolves voru án Kyle Anderson vegna meiðsla. Phoenix Suns söknuðu Damion Lee. Það ríkti jafnræði milli liðanna í fyrsta leikhlutanum en Minnesota átti frábæran annan leikhluta og hafði tíu stiga forystu í hálfleik, 61-51. The move from Ant 😮The finish by KAT 😤 pic.twitter.com/iI00H97myl— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 20, 2024 Phoenix náði smá áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks en það lét fljótt undan, heimamenn tóku aftur völdin og leiddu með tuttugu stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur. Áfram héldu Úlfarnir til enda. Virkilega sterk frammistaða í fyrsta leik af þeirra hálfu. Anthony Edwards leiddi sóknarleikinn og var stórkostlegur í leiknum. Endaði stigahæstur með 33 stig, auk 9 frákasta, 6 stoðsendinga og 2 stolinna bolta. Nickeil Alexander-Walker var sterkur sjötti maður, skilaði 29 mínútum; 18 stigum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. "Ant came to play!" Mike Conley Jr. was lovin' Ant's third quarter run 🔥 pic.twitter.com/QZart2vT2Q— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 20, 2024 Devin Booker átti arfaslakan leik, 5-16 í skottilraunum, bætti aðeins stigaskorið undir lokin og endaði með 18 stig en var með 9 stig þegar þriðja leikhluta lauk. Fyrr í kvöld unnu Cleveland Cavaliers leik sinn gegn Orlando Magic. Síðar í kvöld mætast svo Philadelphia 76ers og New York Knicks. Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks NBA Tengdar fréttir Öruggur sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar Fyrsta leik úrslitakeppni NBA lauk með 97-83 sigri Cleveland Cavaliers gegn Orlando Magic. 20. apríl 2024 19:55 Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. 20. apríl 2024 08:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitakeppninni. Timberwolves enduðu í 3. sæti vesturdeildarinnar og Suns í 6. sætinu. Timberwolves voru án Kyle Anderson vegna meiðsla. Phoenix Suns söknuðu Damion Lee. Það ríkti jafnræði milli liðanna í fyrsta leikhlutanum en Minnesota átti frábæran annan leikhluta og hafði tíu stiga forystu í hálfleik, 61-51. The move from Ant 😮The finish by KAT 😤 pic.twitter.com/iI00H97myl— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 20, 2024 Phoenix náði smá áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks en það lét fljótt undan, heimamenn tóku aftur völdin og leiddu með tuttugu stigum þegar þriðji leikhlutinn var allur. Áfram héldu Úlfarnir til enda. Virkilega sterk frammistaða í fyrsta leik af þeirra hálfu. Anthony Edwards leiddi sóknarleikinn og var stórkostlegur í leiknum. Endaði stigahæstur með 33 stig, auk 9 frákasta, 6 stoðsendinga og 2 stolinna bolta. Nickeil Alexander-Walker var sterkur sjötti maður, skilaði 29 mínútum; 18 stigum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. "Ant came to play!" Mike Conley Jr. was lovin' Ant's third quarter run 🔥 pic.twitter.com/QZart2vT2Q— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 20, 2024 Devin Booker átti arfaslakan leik, 5-16 í skottilraunum, bætti aðeins stigaskorið undir lokin og endaði með 18 stig en var með 9 stig þegar þriðja leikhluta lauk. Fyrr í kvöld unnu Cleveland Cavaliers leik sinn gegn Orlando Magic. Síðar í kvöld mætast svo Philadelphia 76ers og New York Knicks. Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
NBA Tengdar fréttir Öruggur sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar Fyrsta leik úrslitakeppni NBA lauk með 97-83 sigri Cleveland Cavaliers gegn Orlando Magic. 20. apríl 2024 19:55 Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. 20. apríl 2024 08:31 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Öruggur sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar Fyrsta leik úrslitakeppni NBA lauk með 97-83 sigri Cleveland Cavaliers gegn Orlando Magic. 20. apríl 2024 19:55
Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. 20. apríl 2024 08:31