Lilja hjólar í Samfylkinguna: „Hver tekur Samfylkinguna alvarlega?“ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 13:53 Lilja fór um víðan völl í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Samfylkinguna harðlega í ávarpi sínu á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag. Hún sagði Samfylkinga hafa tekið upp þeirra stefnu, miðjustefnuna. „En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
„En kæru félagar, talandi um framsóknarmenskuna innra með fólki. Þá er það merkilegt að fylgjast með stjórnmálaþróunina í landinu er að sjá heilan stjórnmálaflokk nánast ganga í annan stjórnmálaflokk og hvað á ég við?“ spurði Lilja í ávarpi sínu og sagðist svo auðvitað meina Samfylkinguna. Sem væri komin með nýja stefnu og nýjan formann. Í nýrri stefnu sé ekki talað um inngöngu í Evrópusambandið, að þau vilji greiða fyrir og ráðast í nýtingu fleiri virkjanakosta og að þau vilji raunsæjar og skynsamlegar breytingar í málefnum útlendinga. „Það hefur verið alveg gríðarlega merkilegt að fylgjast með hverri U-beygjunni á fætur annarri í málflutningi Samfylkingarinnar. Þau eru í raun og veru að keppast við gera okkar stefnu, að þeirra stefnu, og ég er ekkert hissa á því, því við erum með frábæra stefnu,“ sagði Lilja við mikið lófaklapp. „Það er auðvitað þessi góða miðjustefna. En svo ég taki þetta nú svona á aðeins alvarlegra plan, af því hver tekur Samfylkinguna alvarlega,“ spurði Lilja og sagðist svo vera að grínast. „Þetta var bara létt grín,“ sagði hún en að á sama tíma hefði hún áhyggjur af því að það væri ekki hægt að taka Samfylkinguna úr Samfylkingunni algjörlega og að stefnubreytingin væri þannig ekki alger. „Þú getur ekki snúið sínu eigin DNA á hvolf sí svona meira og minna í öllum helstu málum,“ sagði Lilja og að ef Samfylkingin verði leiðandi í íslenskum stjórnmálum verði Evrópusambandsaðild komin á dagskrá íslenskra stjórnmála með tilheyrandi sjálfstæðisfórn. Það verði að koma í veg fyrir það. Lilja Dögg fór annars um víðan völl í ræðu sinni. Þar ræddi hún orkumál, sjálfstæði Íslendinga, forsetakosningar og margt annað. Hægt er að horfa í beinu streymi hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Leystur frá störfum í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Sjá meira
Nauðsynlegt að koma í veg fyrir skautun og tvístrað samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er stoltur af árangri flokksins í stjórnmálum og því hvernig flokkurinn fer með völdin. Hann ræddi verkefnin framundan og þeim sem lokið eru í ávarpi sínu á flokksþingi flokksins fyrr í dag. 20. apríl 2024 13:43