Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 08:31 Nýliðinn Jaime Jaquez Jr. var flottur hjá Miami Heat með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hér fagnar hann í nótt. AP/Wilfredo Lee Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira