Fyrstu loftárásir Ísraela í Íran frá 1979 Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 16:40 Stórt plakat sem sett var upp í Tehran í Íran eftir árásina síðustu helgi. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Ísraelskir flugmenn skutu þremur eldflaugum að ratsjárstöð í Íran í nótt. Eldflaugunum var skotið utan lofthelgi Írans en þetta er í fyrsta sinn sem Ísraelar gera loftárás af þessu tagi í Íran frá 1979. Þetta segir heimildarmaður ABC News í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann segir skotmarkið hafa verið ratsjá fyrir loftvarnarkerfi Íran sem kemur að því að verja kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz. Þar hafa Íranar auðgað úran um árabil. Heimildarmaðurinn segir vísbendingar um að árásin hafi heppnast en það hafi ekki verið sannað að fullu enn. Þá segir hann að árásinni hafi verið ætlað að senda klerkastjórninni í Íran skilaboð um að Ísraelar gætu gert árásir í Íran og að henni hefði ekki verið ætlað að stigmagna átökin milli ríkjanna. Talið er að Ísraelar hafi skotið skotflaugum sem kallast Blue Sparrow á ratsjána. Þær eru framleiddar af ísraelska hergagnafyrirtækinu Rafael en brak úr þeim fannst í Írak í morgun. Þar er talið að um sé að ræða fyrsta stig skotflauganna. So my initial gut feeling was correct, it was not UAVs. The IAF carried out a standoff attack from Syrian airspace with Sparrow, likely Blue Sparrow, air-launched ballistic missiles released from F-15Is.Booster wreckage was recovered in Iraq https://t.co/EZo1nTpXrs pic.twitter.com/5XR6Tv5iFu— John Ridge (@John_A_Ridge) April 19, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þessi árás fylgir á hæla umfangsmikilli árás Írana á Ísrael um síðustu helgi. Það var í fyrsta sinn sem Íranar gera beina árás á Ísrael og notuðu þeir rúmlega þrjú hundruð sjálfsprengidróna, stýriflaugar og skotflaugar en einungis nokkrar skotflaugar komust í gegnum varnir Ísraela og bandamanna þeirra. Sú árás var hefndaraðgerð vegna þess þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo herforingja úr QUDS-sveitum íranska byltingarvarðarins. Þær sveitir hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun. Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11 Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Þetta segir heimildarmaður ABC News í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Hann segir skotmarkið hafa verið ratsjá fyrir loftvarnarkerfi Íran sem kemur að því að verja kjarnorkurannsóknarstöðina í Natanz. Þar hafa Íranar auðgað úran um árabil. Heimildarmaðurinn segir vísbendingar um að árásin hafi heppnast en það hafi ekki verið sannað að fullu enn. Þá segir hann að árásinni hafi verið ætlað að senda klerkastjórninni í Íran skilaboð um að Ísraelar gætu gert árásir í Íran og að henni hefði ekki verið ætlað að stigmagna átökin milli ríkjanna. Talið er að Ísraelar hafi skotið skotflaugum sem kallast Blue Sparrow á ratsjána. Þær eru framleiddar af ísraelska hergagnafyrirtækinu Rafael en brak úr þeim fannst í Írak í morgun. Þar er talið að um sé að ræða fyrsta stig skotflauganna. So my initial gut feeling was correct, it was not UAVs. The IAF carried out a standoff attack from Syrian airspace with Sparrow, likely Blue Sparrow, air-launched ballistic missiles released from F-15Is.Booster wreckage was recovered in Iraq https://t.co/EZo1nTpXrs pic.twitter.com/5XR6Tv5iFu— John Ridge (@John_A_Ridge) April 19, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Þessi árás fylgir á hæla umfangsmikilli árás Írana á Ísrael um síðustu helgi. Það var í fyrsta sinn sem Íranar gera beina árás á Ísrael og notuðu þeir rúmlega þrjú hundruð sjálfsprengidróna, stýriflaugar og skotflaugar en einungis nokkrar skotflaugar komust í gegnum varnir Ísraela og bandamanna þeirra. Sú árás var hefndaraðgerð vegna þess þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo herforingja úr QUDS-sveitum íranska byltingarvarðarins. Þær sveitir hafa séð um að útvega vígahópum sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum vopn, fjármuni og þjálfun.
Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11 Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Ísraelar gera árás á Íran Ísraelar gerðu árás á Íran í morgun samkvæmt tveimur ísraelskum og þremur írönskum embættismönnum. Árásin er sögð hafa beinst gegn herstöð nærri borginni Isfahan. 19. apríl 2024 06:11
Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 17. apríl 2024 14:09
Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00
Munu láta Írana gjalda þegar þeim hentar Ísraelar munu svara fyrir sig og láta Íran gjalda fyrir árásina í gærkvöldi, þegar slíkt hentar Ísrael. Þetta sagði Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, í yfirlýsingu sem birt var skömmu áður en hann fór á fund stríðsráðs ríkisins í dag. 14. apríl 2024 14:48