Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 14:04 Þegar Joe Biden hefur skrifað undir frumvörpin gætu skotfæri borist til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. AP/Matt Rourke Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins í svokallaðri reglunefnd þingsins þvertóku fyrir að hleypa frumvörpunum úr nefnd og stefndi í að þar myndi við sitja. Demókratar í nefndinni greiddu þó atkvæði með því að leggja frumvörpin fyrir þingið. Deilur Repúblikana í nefndinni þykja til marks um mikla óreiðu í Repúblikanaflokknum en reglunefndin er iðulega undir stjórn þingforseta og samkvæmt frétt New York Times er mjög sjaldgæft að atkvæðagreiðslur þar fylgi ekki flokkslínum. Þingmennirnir þrír sem stóðu gegn frumvörpunum fengu sæti í nefndinni í viðræðum við Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, sem hópurinn sem þingmennirnir tilheyra bolaði svo úr embætti. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Mike Johnson er í mjög erfiðri stöðu og er líklegt að frumvörpin geti kostað hann embættið. Farið var ítarlega yfir stöðuna vestanhafs á Vísi í gær. Stefnt er að því að leggja frumvörpin fyrir þingið á morgun, laugardag, en undirbúningsatkvæðagreiðsla mun líklega fara fram seinna í dag og segjast Demókratar ætla að styðja frumvörpin. Því lítur út fyrir að frumvörpin um hernaðaraðstoð verði samþykkt. Frumvörpin eru mjög lík sambærilegu frumvarpi sem samþykkt var í öldungadeildinni fyrir nokkrum mánuðum og er fastlega búist við því að öldungadeildarþingmenn muni samþykkja þau tiltölulega fljótt. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni skrifa undir þau. Komin til Úkraínu eftir nokkra daga Verði frumvörpin samþykkt og skrifi Biden svo undir þau, geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn gerir út þó nokkur vopnabúr í Evrópu sem innihalda hergögn eins og skotfæri fyrir stórskotalið og flugskeyti fyrir loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn segjast hafa þörf fyrir. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi í marga mánuði verið með klárar hergagnasendingar til Úkraínu. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Taívan Joe Biden Tengdar fréttir Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins í svokallaðri reglunefnd þingsins þvertóku fyrir að hleypa frumvörpunum úr nefnd og stefndi í að þar myndi við sitja. Demókratar í nefndinni greiddu þó atkvæði með því að leggja frumvörpin fyrir þingið. Deilur Repúblikana í nefndinni þykja til marks um mikla óreiðu í Repúblikanaflokknum en reglunefndin er iðulega undir stjórn þingforseta og samkvæmt frétt New York Times er mjög sjaldgæft að atkvæðagreiðslur þar fylgi ekki flokkslínum. Þingmennirnir þrír sem stóðu gegn frumvörpunum fengu sæti í nefndinni í viðræðum við Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, sem hópurinn sem þingmennirnir tilheyra bolaði svo úr embætti. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Mike Johnson er í mjög erfiðri stöðu og er líklegt að frumvörpin geti kostað hann embættið. Farið var ítarlega yfir stöðuna vestanhafs á Vísi í gær. Stefnt er að því að leggja frumvörpin fyrir þingið á morgun, laugardag, en undirbúningsatkvæðagreiðsla mun líklega fara fram seinna í dag og segjast Demókratar ætla að styðja frumvörpin. Því lítur út fyrir að frumvörpin um hernaðaraðstoð verði samþykkt. Frumvörpin eru mjög lík sambærilegu frumvarpi sem samþykkt var í öldungadeildinni fyrir nokkrum mánuðum og er fastlega búist við því að öldungadeildarþingmenn muni samþykkja þau tiltölulega fljótt. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni skrifa undir þau. Komin til Úkraínu eftir nokkra daga Verði frumvörpin samþykkt og skrifi Biden svo undir þau, geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn gerir út þó nokkur vopnabúr í Evrópu sem innihalda hergögn eins og skotfæri fyrir stórskotalið og flugskeyti fyrir loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn segjast hafa þörf fyrir. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi í marga mánuði verið með klárar hergagnasendingar til Úkraínu.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Taívan Joe Biden Tengdar fréttir Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01