Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 14:04 Þegar Joe Biden hefur skrifað undir frumvörpin gætu skotfæri borist til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. AP/Matt Rourke Allt stefndi í að frumvörp um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu, Ísrael og bandamanna Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndu festast í nefnd í gær, þar til Demókratar komu Mike Johnson, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til aðstoðar. Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins í svokallaðri reglunefnd þingsins þvertóku fyrir að hleypa frumvörpunum úr nefnd og stefndi í að þar myndi við sitja. Demókratar í nefndinni greiddu þó atkvæði með því að leggja frumvörpin fyrir þingið. Deilur Repúblikana í nefndinni þykja til marks um mikla óreiðu í Repúblikanaflokknum en reglunefndin er iðulega undir stjórn þingforseta og samkvæmt frétt New York Times er mjög sjaldgæft að atkvæðagreiðslur þar fylgi ekki flokkslínum. Þingmennirnir þrír sem stóðu gegn frumvörpunum fengu sæti í nefndinni í viðræðum við Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, sem hópurinn sem þingmennirnir tilheyra bolaði svo úr embætti. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Mike Johnson er í mjög erfiðri stöðu og er líklegt að frumvörpin geti kostað hann embættið. Farið var ítarlega yfir stöðuna vestanhafs á Vísi í gær. Stefnt er að því að leggja frumvörpin fyrir þingið á morgun, laugardag, en undirbúningsatkvæðagreiðsla mun líklega fara fram seinna í dag og segjast Demókratar ætla að styðja frumvörpin. Því lítur út fyrir að frumvörpin um hernaðaraðstoð verði samþykkt. Frumvörpin eru mjög lík sambærilegu frumvarpi sem samþykkt var í öldungadeildinni fyrir nokkrum mánuðum og er fastlega búist við því að öldungadeildarþingmenn muni samþykkja þau tiltölulega fljótt. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni skrifa undir þau. Komin til Úkraínu eftir nokkra daga Verði frumvörpin samþykkt og skrifi Biden svo undir þau, geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn gerir út þó nokkur vopnabúr í Evrópu sem innihalda hergögn eins og skotfæri fyrir stórskotalið og flugskeyti fyrir loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn segjast hafa þörf fyrir. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi í marga mánuði verið með klárar hergagnasendingar til Úkraínu. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Taívan Joe Biden Tengdar fréttir Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Þrír þingmenn Repúblikanaflokksins í svokallaðri reglunefnd þingsins þvertóku fyrir að hleypa frumvörpunum úr nefnd og stefndi í að þar myndi við sitja. Demókratar í nefndinni greiddu þó atkvæði með því að leggja frumvörpin fyrir þingið. Deilur Repúblikana í nefndinni þykja til marks um mikla óreiðu í Repúblikanaflokknum en reglunefndin er iðulega undir stjórn þingforseta og samkvæmt frétt New York Times er mjög sjaldgæft að atkvæðagreiðslur þar fylgi ekki flokkslínum. Þingmennirnir þrír sem stóðu gegn frumvörpunum fengu sæti í nefndinni í viðræðum við Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, sem hópurinn sem þingmennirnir tilheyra bolaði svo úr embætti. Repúblikanar hafa mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni og því hefur tiltölulega fámennur hópur mjög svo hægri sinnaðra þingmanna haft mikil áhrif á störf þingsins á kjörtímabilinu. Störf fulltrúadeildarinnar hafa einkennst af mikilli óreiðu á kjörtímabilinu. Mike Johnson er í mjög erfiðri stöðu og er líklegt að frumvörpin geti kostað hann embættið. Farið var ítarlega yfir stöðuna vestanhafs á Vísi í gær. Stefnt er að því að leggja frumvörpin fyrir þingið á morgun, laugardag, en undirbúningsatkvæðagreiðsla mun líklega fara fram seinna í dag og segjast Demókratar ætla að styðja frumvörpin. Því lítur út fyrir að frumvörpin um hernaðaraðstoð verði samþykkt. Frumvörpin eru mjög lík sambærilegu frumvarpi sem samþykkt var í öldungadeildinni fyrir nokkrum mánuðum og er fastlega búist við því að öldungadeildarþingmenn muni samþykkja þau tiltölulega fljótt. Hvíta húsið styður frumvörpin sem um ræðir og hefur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýst því yfir að hann muni skrifa undir þau. Komin til Úkraínu eftir nokkra daga Verði frumvörpin samþykkt og skrifi Biden svo undir þau, geta Bandaríkjamenn komið vopnum og skotfærum til Úkraínu á einungis nokkrum dögum. Bandaríski herinn gerir út þó nokkur vopnabúr í Evrópu sem innihalda hergögn eins og skotfæri fyrir stórskotalið og flugskeyti fyrir loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn segjast hafa þörf fyrir. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi í marga mánuði verið með klárar hergagnasendingar til Úkraínu.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ísrael Taívan Joe Biden Tengdar fréttir Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49 Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. 19. apríl 2024 09:44
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Áætla að yfir 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum Fleiri en 50.000 rússneskir hermenn hafa nú fallið í átökunum í Úkraínu, samkvæmt BBC. Mannfallið var 25 prósent meira á öðru ári átakanna, ef talið er í mánuðum frá því að innrásin hófst, heldur en fyrstu tólf mánuðina. 17. apríl 2024 06:49
Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Staða Úkraínumanna á víglínunni í Austur-Úkraínu hefur versnað töluvert á undanförnum dögum. Þetta segir Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, en hann segir Rússa hafa gefið töluvert í á undanförnum vikum. 13. apríl 2024 14:01