Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir búnir að brjótast inn í lítinn sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar og að flytja peningatöskurnar inn í Toyota Yaris bílinn. Tvær fullar af peningum og fimm tómar. Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11