Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir búnir að brjótast inn í lítinn sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar og að flytja peningatöskurnar inn í Toyota Yaris bílinn. Tvær fullar af peningum og fimm tómar. Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11