Straumhvörf í veðrinu Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 08:49 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Stöð 2 „Með þessum skilum og þessu hlýja lofti sem fer yfir landið á morgun, þetta eru ákveðin straumhvörf í veðrinu og við getum alveg sagt bless við veturinn“ Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur. Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir að þó að það geti komið stöku hret með éljagangi eða næturfrosti þá sé þetta allt önnur tíð framundan. Einar ræddi stöðuna í veðrinu í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Það er nú frost á landinu alls staðar nú í morgunsárið. Það var alveg vitað að það yrði. Því var spáð að það yrði kalt þennan morguninn. Síðan eru að nálgast hitaskil og þetta stefnir allt upp á við og gerir það tiltölulega hratt og vel, sérstaklega í kvöld og í nótt. En á undan þessum hitaskilum og áður en hlýnar þá er engu að síðar verið að spá dálítilli hríðarmuggu og varað við stöðunni á Hellisheiðinni síðdegis í dag. Hellisheiðinni og Þrengslum og eins líka vestur á Snæfellsnesi og vestur á sunnanverðum Vestfjörðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar í spilaranum að neðan. Bjart og heitt á daginn, en næturfrost Aðspurður um hvað langtímaspáin segi þá sé það nú þannig að við bíðum bara og bíðum. „Það er alltaf þannig á vorin. En það er væn hláka og þíða á morgun og við erum búin að bægja þessu kalda lofti frá, getum við sagt. Þessi hlýindi hafa þó heldur styst í annan endann, hinn endann.“ Hann segir að útlit sé fyrir að framan af næstu viku verði háþrýstisvæði yfir landinu. „Það þýðir að það eru bjartir dagar, sól á daginn og hiti, en næturfrost. Þá gæti maður áfram þurft að nota sköfuna. En þessi kuldi sem hefur verið alltaf nálægur hérna í norðri, það er búið að ýta honum á veg allrar veraldar.“ Einar segir að mælingar hafi sýnt að lægðir í vetur hafi verið færri en áður og þær hafi verið fjarlægari en vanalega. Hann segir að Bretar hafi þurft að þola þá sendingu að þessu sinni þar sem hafi verið stormasamt og einkar rigningasamt í vetur.
Veður Tengdar fréttir Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu. 19. apríl 2024 07:09