„Sumir eru í golfi en ég er bara í þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2024 11:00 Ólafur Pétursson og fjölskylda eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari karla haustið 2022. Aðsend Ólafur Pétursson er einn af þessum mönnum á bakvið tjöldin sem tranar sér ekki fram við hvert tilefni. Hann hefur hins vegar átt sinn þinn þátt í velgengni Breiðabliks. Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Ólafur hefur starfað fyrir Breiðablik frá árinu 2005 og lyft fjölda titla á þeim árum. Alls hefur hann unnið 19 stóra titla á ferli sínum sem markmannsþjálfari, þar af eru tíu Íslandsmeistaratitlar. Í dag er hann yfirþjálfari markmannsþjálfunar hjá Breiðabliki. Ofan á allt þetta hefur hann starfað fyrir A-landslið kvenna síðan árið 2013, er í fullu starfi sem kennari og giftur fjölskyldufaðir. Það kemur því ekki á óvart að samkvæmt honum sjálfum sé hann „best gifti maður í heimi.“ Frá 2015 til 2022 var hann með báða meistaraflokka Blika sem og kvennalandsliðið. Hann sér ekki eftir að minnka við sig en í dag er hann með kvennalið Blika ásamt því að vera yfirþjálfari, kennari og fjölskyldufaðir. „Ég hafði bara ekki tíma í það,“ sagði Ólafur í viðtali við Vísi um ferilinn. Umræðan snerist svo fljótt að fjölskyldunni. Ólafur og fjölskylda á EM kvenna sumarið 2022.Aðsend „Konan mín (Lára Sif Jónsdóttir) er mín stoð og stytta í þessu. Ég er búinn að vera ótrúlega lítið heima, alltaf í vinnunni. Bæði að kenna, svo að þjálfa og með alla þessa leiki. Ég var búin að taka ákvörðun um það að vera ekki með báða meistaraflokkana eftir sumarið 2022,“ sagði Ólafur og bætti við: „Ég er loksins meira heima og ef einhver á þakkir skilið þá er það konan mín, ég er ótrúlega vel giftur maður. Er heppinn að eiga eiginkonu sem hefur stutt mig í gegnum þetta.“ Það var nóg að gera hjá karlaliði Breiðabliks síðasta sumar þegar liðið fór alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Ólafur er eðlilega gríðarlega ánægður með þann árangur sem Blikar náðu en hann var þó feginn að vera ekki með báða meistaraflokkana. „Af því að ég var með stelpurnar fékk ég frí hér og þar. Hefði ég líka verið með strákana hefði ég ekki fengið neitt sumarfrí til að vera með fjölskyldunni.“ „Maður finnur það, eins og síðasta sumar þegar ég var ekki með tvo meistaraflokka, hvað það er ótrúlega þægilegt. Það er bara vika í næsta leik, það er mesti munurinn.“ Ólafur og Aron Már Björnsson (þáverandi styrktarþjálfari Breiðabliks á góðri stund í París eftir Evrópuleik gegn París Saint-Germain.Aðsend Löglega afsakaður í Vejle Ólafur hefur starfað fyrir landsliðið síðan 2013 og er kominn með 117 A-landsleiki. „Sem er nú ansi magnað af landsliðsþjálfara að vera,“ segir Ólafur sem hefur aðeins misst af einum leik með A-landsliði kvenna á þessum tíma. Það má segj hann hafi haft löglega afsökun. „Það var í Vejle í júní 2014. Ég var að gifta mig á laugardegi og leikur á sunnudeginum. Það er eini leikurinn sem ég hef misst af.“ „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt, sumir eru í golfi en ég er bara í þessu,“ sagði Ólafur að lokum aðspurður hvort hann væri ekkert farinn að fá leið á þjálfun. Ólafur verður á sínum stað á hliðarlínunni þegar Blikar hefja leik í Bestu deild kvenna á morgun, mánudag. Tekur Breiðablik á móti Keflavík klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á aukarás Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf NBA stjarna borin út Körfubolti Fleiri fréttir Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti