Frá þessu greinir Páll Óskar á Facebook. Þar segist hann hafa hit Guðna baksviðs á hátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana, þegar hann var nýgiftur sínum heittelskaða Edgar Antonio, sem oftast er kallaður Antonio.
„Guðni óskaði mér hjartanlega til hamingju með giftinguna og sagðist ætla að bjóða okkur turtildúfunum í kaffi. Og viti menn - hann stóð við það!“ segir Palli í færslunni.
„Þetta var meiriháttar upplifun fyrir Antonio og ég kann Guðna bestu þakkir fyrir gestrisnina og samtalið góða sem við áttum. Guðni hefur í sinni forsetatíð mætt á marga viðburði sem ég hef komið nálægt og ég mun sakna hans mikið sem forseta Takk fyrir þitt góða starf, Guðni Th Jóhannesson,“ segir hann jafnframt.