Bergur og Inga Lóa stofnuðu Kírópraktorstöðina árið 1995 að loknu námi í Bandaríkjunum.
Húsið sem um ræðir er staðsett á fallegum útsýnisstað í Garðabænum og teiknað af Kjartani Sveinssyni árið 1992 en hefur verið endurnýjað töluvert frá þeim tíma. Hjónin festu kaup á eigninni árið 1999.

Eignin telur 310 fermetra og er á tveimur hæðum. Samtals eru fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi.
Á aðalhæð er gengið inn í stórar og bjartar stofur með útgengi á suð- vestursvali. Á gólfum er gegnheilt eikarparket í fiskabeinamynstri. Í eldhúsi er vegleg viðarinnrétting með góðu skápaplássi og stein á borðum.
Heimili hjónanna er umvafið einstakri hönnun þar sem listaverk og klassískir hönnunarmunir prýða hvern krók og kima.





Hjónasvítan á neðri hæðinni er hlýlega innréttuð búin Bose hljómtækjum og hátölurum sem fylgja með í kaupunum.
Umhverfis húsið er afgirtur og gróinn garður með verönd úr jatobvið ásamt stórum heitum potti.
Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.


