Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu.
Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.
Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!
— NBA (@NBA) April 17, 2024
They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE
Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum.
Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum.
AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f
— NBA (@NBA) April 17, 2024
LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum.
Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það.
The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel...
— NBA (@NBA) April 17, 2024
...while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo