Segir að nú sé komið að Mbappé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2024 23:00 Mbappé er nú búinn að skora 8 mörk í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni. Xavier Laine/Getty Images Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að nú sé tími Kylian Mbappé í Meistaradeild Evrópu kominn. Lið Mbappé, París Saint-Germain, tryggði sér fyrr í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
PSG lagði Barcelona 4-1 á útivelli í ótrúlegum leik eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli 3-2. Liðið er nú komið í undanúrslit þar sem Borussia Dortmund bíður. Mbappé skoraði tvívegis í kvöld og hefði getað skorað eitt eða ef til vill tvö til viðbótar ef ekki hefði verið fyrir Marc-André ter Stegen í marki Börsunga. Ferdinand, sem vann Meistaradeildina einu sinni á sínum ferli en fór tvívegis til viðbótar í úrslit til þess eins að tapa gegn Barcelona, starfar í dag sem sérfræðingur fyrir hina ýmsu miðla á Bretlandi. Hann var meðal þeirra sem fjallaði um sigur PSG í kvöld og telur varnarmaðurinn fyrrverandi að tími Mbappé sé kominn. „Ég tel að sumt fólk virðist einfaldlega hafa fengið blessun að ofan og þegar það gerist þá sé þeirra tími kominn. Mér líður þannig nú með Mbappé.. „Annað markið hans, boltinn fellur ekki svona fyrir neinn annan en hann fellur svona fyrir Mbappé af því hann er þessi leikmaður. Það kemur augnablik í undanúrslitunum þar sem Mbappé mun taka yfir.“ „Ég held að Cristiano Ronaldo og Lionel Messi séu einu leikmennirnir með fleiri mörk í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann er í þeim gæðaflokki,“ sagði Rio að endingu. Only Cristiano Ronaldo (23 in 39 games) has scored more away goals in the knockout rounds of the Champions League than Kylian Mbappé (15).The Frenchman has done it in 12 games. pic.twitter.com/BJkUTfiOrp— Squawka (@Squawka) April 16, 2024 Núverandi tímabil gæti verið síðasti séns Mbappé til að vinna Meistaradeildina með PSG þar sem það virðist allt benda til þess að hann gangi í raðir Real Madríd í sumar. Hann hefur einu sinni áður komist í úrslit en það var árið 2020 þegar PSG tapaði 1-0 gegn Bayern München í úrslitum. Alls hefur hinn 25 ára gamli Mbappé skorað 48 mörk og gefið 26 stoðsendingar í 71 Meistaradeildarleik til þessa á ferlinum. Reikna má með að hann brjóti 50 marka múrinn áður en tímabilinu lýkur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira