Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2024 11:46 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag síðustu fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar til næstu fimm ára Stöð 2/Einar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Sjá meira
Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20